Brown kominn í Downingstræti Jónas Haraldsson skrifar 27. júní 2007 06:55 Gordon Brown kemur út af fundi með drottningunni í Buckinghamhöll. MYND/AP Gordon Brown kominn í Downingstræti frá Buckingham höll þar sem hann var skipaður forsætisráðherra. Hann fór á fund Elísabetar annarrar, Englandsdrottningar, núna eftir hádegið og þáði starfið formlega úr hendi hennar. Blair sagði í síðasta fyrirspurnartíma sínum á breska þinginu í dag að tveggja ríkja lausn fyrir Ísrael og Palestínu verði að fá forgang umfram allt annað. Búist er við því að hann verði skipaður sérstakur erindreki Fjórveldanna síðar í dag en þau tilkynntu rétt í þessu að sátt hefði náðst um hver yrði erindreki og hver það yrði myndi verða tilkynnt síðar í dag. Blair sagði sitt hlutverk, þegar og ef hann fær hlutverk erindreka, að ná sátt í alþjóðasamfélaginu um hvað skuli gera í málefnum Ísraels og Palestínu. Hann sagði þetta vera mögulegt en ef árangur ætti að nást þyrfti mikla einbeitingu og enn meiri vinnu. Þegar Blair yfigaf þingsal í síðasta sinn kvaddi þingheimur hann með dynjandi lófaklappi. Hann hafði áður hnykkt út með eftirfarandi setningu, „I wish all good luck, friend or foe, and that is that. The end," Hann hvarf síðan á braut til Buckinghamhallar þar sem hann sagði síðan af sér.Brown tekur við í dagGordon Brown er nú á leið til fundar við Englandsdrottningu til þess að taka við embætti sem forsætisráðherra Bretlands.Blair yfirgaf Downingsstræti 10 fyrir fullt og allt að loknum síðasta fyrirspurnatíma sínum í dag. Búist er við að hann tilkynni einnig að hann hætti sem þingmaður Verkamannaflokksins.Talið er að Brown byrji á því að stokka upp í ríkisstjórninni og útnefni nýjan fjármalaráðherra og einnig nýjan innanríkisráðherra. Samkvæmt fréttavef BBC er líklegt að iðnaðarráðherrann Alistair Darling sem er náinn bandamaður Browns verði skipaður næsti fjármálaráðherra. John Reid innanríkisráðherra mun segja af sér.Búist er við að frekari uppstokkun ríkisstjórnarinnar verði ljós á fimmtudag.Brown sem hefur verið fjármálaráðherra frá því að Blair varð forsætisráðherra 1997 hefur sagt að menntun og húsnæðismál verði aðaláherslur hans. Úrbætur á heilbrigðiskerfinu hljóta þó forgang á allt annað.Smellið hér til þess að fylgjast með atburðarásinni. Erlent Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Gordon Brown kominn í Downingstræti frá Buckingham höll þar sem hann var skipaður forsætisráðherra. Hann fór á fund Elísabetar annarrar, Englandsdrottningar, núna eftir hádegið og þáði starfið formlega úr hendi hennar. Blair sagði í síðasta fyrirspurnartíma sínum á breska þinginu í dag að tveggja ríkja lausn fyrir Ísrael og Palestínu verði að fá forgang umfram allt annað. Búist er við því að hann verði skipaður sérstakur erindreki Fjórveldanna síðar í dag en þau tilkynntu rétt í þessu að sátt hefði náðst um hver yrði erindreki og hver það yrði myndi verða tilkynnt síðar í dag. Blair sagði sitt hlutverk, þegar og ef hann fær hlutverk erindreka, að ná sátt í alþjóðasamfélaginu um hvað skuli gera í málefnum Ísraels og Palestínu. Hann sagði þetta vera mögulegt en ef árangur ætti að nást þyrfti mikla einbeitingu og enn meiri vinnu. Þegar Blair yfigaf þingsal í síðasta sinn kvaddi þingheimur hann með dynjandi lófaklappi. Hann hafði áður hnykkt út með eftirfarandi setningu, „I wish all good luck, friend or foe, and that is that. The end," Hann hvarf síðan á braut til Buckinghamhallar þar sem hann sagði síðan af sér.Brown tekur við í dagGordon Brown er nú á leið til fundar við Englandsdrottningu til þess að taka við embætti sem forsætisráðherra Bretlands.Blair yfirgaf Downingsstræti 10 fyrir fullt og allt að loknum síðasta fyrirspurnatíma sínum í dag. Búist er við að hann tilkynni einnig að hann hætti sem þingmaður Verkamannaflokksins.Talið er að Brown byrji á því að stokka upp í ríkisstjórninni og útnefni nýjan fjármalaráðherra og einnig nýjan innanríkisráðherra. Samkvæmt fréttavef BBC er líklegt að iðnaðarráðherrann Alistair Darling sem er náinn bandamaður Browns verði skipaður næsti fjármálaráðherra. John Reid innanríkisráðherra mun segja af sér.Búist er við að frekari uppstokkun ríkisstjórnarinnar verði ljós á fimmtudag.Brown sem hefur verið fjármálaráðherra frá því að Blair varð forsætisráðherra 1997 hefur sagt að menntun og húsnæðismál verði aðaláherslur hans. Úrbætur á heilbrigðiskerfinu hljóta þó forgang á allt annað.Smellið hér til þess að fylgjast með atburðarásinni.
Erlent Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira