Jimmy Dale Bland, 49 ára karlmaður, verður líflátinn í Oklahoma á morgun með banvænni sprautu. Bland var dæmdur til dauða árið 1996 fyrir að skjóta Doyle Windle Rains í hnakkann. Lögfræðingur Bland hefur reynt að fá aftökunni aflýst vegna þess að Bland þjáist af krabbameini sem mun draga hann til dauða innan nokkurra mánuða.
„Það er hneyksli að binda mann niður og aflífa hann í nafni ríkisins þegar hann er við það að deyja af eðlilegum ástæðum," sagði lögfræðingurinn við Reuters. Ef aftakan verður framkvæmd, mun Bland verða annar maðurinn sem verður tekinn af lífi í Oklahoma á þessu ári.