Hunter með fjórðung í Dobbies 21. júní 2007 11:20 Sir Tom Hunter, sem fer með fjórðung hlutabréfa í skosku garðvörukeðjunni Dobbies. Skoski auðjöfurinn sir Tom Hunter hefur blásið til sóknar gegn yfirtökutilboði bresku verslanakeðjunnar Tesco í skosku garðvörukeðjuna Dobbies. Hunter er mótfallinn yfirtökutilboðinu og hefur aukið hratt við hlut sinn í keðjunni. Í gær tryggði hann sér fjórðung hlutabréfa í henni. Hunter átti um 10 prósenta hlut í Dobbies þegar Tesco lagði fram yfirtökutilboð upp á tæpa 156 milljónir punda, jafnvirði 19,7 milljarða íslenskra króna, í Dobbies um miðjan mánuðinn. Hann tók hlutinn upp í rúm 20 prósent í síðustu viku en nældi sér í 25,57 prósent hlutabréfa í henni í gær. Kaupþing í Bretlandi er bakhjarl Hunter í fjárfestingunum í Bretlandi en fjölmilar þar í landi hafa síðustu vikuna ýjað að því að Baugur og fleiri fjárfestar sem hafi keypt með honum tvær aðrar garðvörukeðjur auk annarra viðskipta muni koma að yfirtökutilboði í Dobbies fari hann gegn Tesco. Hunter hefur hins vegar ekki lagt fram formlegt tilboði í garðvörukeðjuna enn sem komið er. Tilboð Tesco hljóðar upp á 15 pund á hlut, sem var 23 prósentum yfir markaðsgengi bréfa í garðvörukeðjunni þegar tilboðið var lagt fram um miðjan mánuðinn. Hunter, sem höndlar í gegnum fjárfestingafélag sitt West Coast Capital, greiddi hins vegar 18,45 pund fyrir hlutinn í gær. Breska blaðið Guardian segir í dag að þegar hluthafar sjái hvað Hunter er tilbúinn til að greiða fyrir bréf í garðvörukeðjunni sé ólíklegt að þeir taki tilboði Tesco. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Skoski auðjöfurinn sir Tom Hunter hefur blásið til sóknar gegn yfirtökutilboði bresku verslanakeðjunnar Tesco í skosku garðvörukeðjuna Dobbies. Hunter er mótfallinn yfirtökutilboðinu og hefur aukið hratt við hlut sinn í keðjunni. Í gær tryggði hann sér fjórðung hlutabréfa í henni. Hunter átti um 10 prósenta hlut í Dobbies þegar Tesco lagði fram yfirtökutilboð upp á tæpa 156 milljónir punda, jafnvirði 19,7 milljarða íslenskra króna, í Dobbies um miðjan mánuðinn. Hann tók hlutinn upp í rúm 20 prósent í síðustu viku en nældi sér í 25,57 prósent hlutabréfa í henni í gær. Kaupþing í Bretlandi er bakhjarl Hunter í fjárfestingunum í Bretlandi en fjölmilar þar í landi hafa síðustu vikuna ýjað að því að Baugur og fleiri fjárfestar sem hafi keypt með honum tvær aðrar garðvörukeðjur auk annarra viðskipta muni koma að yfirtökutilboði í Dobbies fari hann gegn Tesco. Hunter hefur hins vegar ekki lagt fram formlegt tilboði í garðvörukeðjuna enn sem komið er. Tilboð Tesco hljóðar upp á 15 pund á hlut, sem var 23 prósentum yfir markaðsgengi bréfa í garðvörukeðjunni þegar tilboðið var lagt fram um miðjan mánuðinn. Hunter, sem höndlar í gegnum fjárfestingafélag sitt West Coast Capital, greiddi hins vegar 18,45 pund fyrir hlutinn í gær. Breska blaðið Guardian segir í dag að þegar hluthafar sjái hvað Hunter er tilbúinn til að greiða fyrir bréf í garðvörukeðjunni sé ólíklegt að þeir taki tilboði Tesco.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira