Mennirnir fjórir höfðu áfrýjað dauðadóm sem þeir fengu í glæpadómstól fyrir blóðugar árásir. Áfrýjunardómstóll hafði staðfest þann dóm en nú hefur hæstiréttur breytt honum í lífstíðardóm. Mennirnir voru dæmdir fyrir árás á lögreglu þar sem fjórir lögreglumenn létu lífið.

