Stefnir í blóðug átök Guðjón Helgason skrifar 12. júní 2007 18:30 Allt stefnir í blóðuga borgarstyrjöld stríðandi fylkinga Palestínumanna. Fatah-hreyfing Mahmouds Abbas, forseta, íhugar að draga sig út úr þjóðstjórn. Á sama tíma er útlit fyrir að Ísraelar og Sýrlendingar friðmælist. Það er þó háð því að Ísraelsmenn felli niður sett skilyrði. Miðstjórn Fatah kom saman til fundar síðdegis þar sem framtíð þjóðstjórnarinnar var rædd. Aðeins eru liðnir þrír mánuðir frá því hún var mynduð. Fari svo að liðsmenn Fatah dragi sig úr stjórninni getu Abbas ákveðið að mynda nýja sem starfi í umboði hans, en hún þyrfti samþykki þings þar sem Hamas-liðar hafa meirihluta. Forsetinn getur einnig boðað til kosninga en það myndu Hamas-liðar telja valdaránstilraun af hans hálfu. Hart hefur verið barist á Gaza-svæðinu í dag - þrátt fyrir að vopnahlé eigi að vera í gildi. Byssumenn Hamas réðust á höfuðstöðvar sérsveita Fatah á norðurhluta svæðisins og sagði Abbas forseti Palestínumanna það tilraun Hamas til valdaráns. Aðgerðum Hamas var svarað með flugskeytaárás á heimili Ismail Haniyeh, forsætisráðherra, en hann var ekki heima við. Ráðherra Hamas var síðan rænt. Til skotbardaga kom víða í Gaza-borg þar sem Fatah-liðar umkringdu höfuðstöðvar Al-Aqsa sjónvarpsstöðvar sem fulltrúar Hamas reka. Skömmu síðar voru sýndar myndir af því þegar liðsmenn Fatah voru yfirbugaðir og útsendingum haldið áfram. En á meðan allt stefnir í blóðuga baráttu milli Palestínumanna er útlit fyrir að Ísraelar og Sýrlendingar semji um frið. Ráðamenn í Sýrlandi segjast reiðubúnir til friðarviðræðna við Ísrael, en það verði að vera án nokkurra fyrirfram skilyrða. Byggt yrði á Madridar ályktuninni svokölluðu. Í henni sé kveðið á um að Ísraelar skili herteknu landi áður en samið verði um frið. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur hinsvegar boðist til að skila Sýrlendingum aftur Gólan hæðum gegn því að þeir slíti öll tengsl við Íran, Hisbolla og önnur herská samtök. Ísraelar hafa áhyggjur af því að Sýrlendingar hyggi á stríð í sumar til þess að endurheimta Golan hæðirnar sem Ísraelar hertóku í sex daga stríðinu fyrir fjörutíu árum. Erlent Fréttir Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Sjá meira
Allt stefnir í blóðuga borgarstyrjöld stríðandi fylkinga Palestínumanna. Fatah-hreyfing Mahmouds Abbas, forseta, íhugar að draga sig út úr þjóðstjórn. Á sama tíma er útlit fyrir að Ísraelar og Sýrlendingar friðmælist. Það er þó háð því að Ísraelsmenn felli niður sett skilyrði. Miðstjórn Fatah kom saman til fundar síðdegis þar sem framtíð þjóðstjórnarinnar var rædd. Aðeins eru liðnir þrír mánuðir frá því hún var mynduð. Fari svo að liðsmenn Fatah dragi sig úr stjórninni getu Abbas ákveðið að mynda nýja sem starfi í umboði hans, en hún þyrfti samþykki þings þar sem Hamas-liðar hafa meirihluta. Forsetinn getur einnig boðað til kosninga en það myndu Hamas-liðar telja valdaránstilraun af hans hálfu. Hart hefur verið barist á Gaza-svæðinu í dag - þrátt fyrir að vopnahlé eigi að vera í gildi. Byssumenn Hamas réðust á höfuðstöðvar sérsveita Fatah á norðurhluta svæðisins og sagði Abbas forseti Palestínumanna það tilraun Hamas til valdaráns. Aðgerðum Hamas var svarað með flugskeytaárás á heimili Ismail Haniyeh, forsætisráðherra, en hann var ekki heima við. Ráðherra Hamas var síðan rænt. Til skotbardaga kom víða í Gaza-borg þar sem Fatah-liðar umkringdu höfuðstöðvar Al-Aqsa sjónvarpsstöðvar sem fulltrúar Hamas reka. Skömmu síðar voru sýndar myndir af því þegar liðsmenn Fatah voru yfirbugaðir og útsendingum haldið áfram. En á meðan allt stefnir í blóðuga baráttu milli Palestínumanna er útlit fyrir að Ísraelar og Sýrlendingar semji um frið. Ráðamenn í Sýrlandi segjast reiðubúnir til friðarviðræðna við Ísrael, en það verði að vera án nokkurra fyrirfram skilyrða. Byggt yrði á Madridar ályktuninni svokölluðu. Í henni sé kveðið á um að Ísraelar skili herteknu landi áður en samið verði um frið. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur hinsvegar boðist til að skila Sýrlendingum aftur Gólan hæðum gegn því að þeir slíti öll tengsl við Íran, Hisbolla og önnur herská samtök. Ísraelar hafa áhyggjur af því að Sýrlendingar hyggi á stríð í sumar til þess að endurheimta Golan hæðirnar sem Ísraelar hertóku í sex daga stríðinu fyrir fjörutíu árum.
Erlent Fréttir Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Sjá meira