Biðin eftir Simpsons styttist Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 12. júní 2007 11:51 Biðin eftir komu vinsælustu fjölskyldu heims á hvíta tjaldið styttist óðum, en myndin um Simpson fjölskylduna verður frumsýnd um allan heim þann 27. júlí næstkomandi. Til að auðvelda biðina, hefur verið gefið út kort af bænum og íbúum hans sem má sjá hér að neðan. Mikil leynd ríkir yfir söguþræði myndarinnar. James L. Brooks, framleiðandi þáttanna hefur látið hafa það eftir sér að þeir muni leka nokkrum mismunandi útgáfum af söguþræðinum, ,,bara til að gera þetta áhugavert". Kvikmyndasíðan IMDB segir söguna vera um að Hómer þurfi að bjarga heiminum frá vandræðum sem hann átti sjálfur þátt í að skapa. Þættirnir um Simpson-fjölskylduna hafa notið gríðarlegra vinsælda þau átján ár sem þeir hafa verið sýndir í sjónvarpi. Fjölskyldan er sköpunarverk Matt Groening, en hún birtist fyrst sem sketsar í ,,The Tracey Ullman Show" þann 19. apríl árið 1987. Rúmum tveimur árum síðar, í desember 1989 var fyrsti sjálfstæði þátturinn sýndur og síðan þá hafa þeir keyrt óslitið og unnið til fjölda verðlauna. Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Biðin eftir komu vinsælustu fjölskyldu heims á hvíta tjaldið styttist óðum, en myndin um Simpson fjölskylduna verður frumsýnd um allan heim þann 27. júlí næstkomandi. Til að auðvelda biðina, hefur verið gefið út kort af bænum og íbúum hans sem má sjá hér að neðan. Mikil leynd ríkir yfir söguþræði myndarinnar. James L. Brooks, framleiðandi þáttanna hefur látið hafa það eftir sér að þeir muni leka nokkrum mismunandi útgáfum af söguþræðinum, ,,bara til að gera þetta áhugavert". Kvikmyndasíðan IMDB segir söguna vera um að Hómer þurfi að bjarga heiminum frá vandræðum sem hann átti sjálfur þátt í að skapa. Þættirnir um Simpson-fjölskylduna hafa notið gríðarlegra vinsælda þau átján ár sem þeir hafa verið sýndir í sjónvarpi. Fjölskyldan er sköpunarverk Matt Groening, en hún birtist fyrst sem sketsar í ,,The Tracey Ullman Show" þann 19. apríl árið 1987. Rúmum tveimur árum síðar, í desember 1989 var fyrsti sjálfstæði þátturinn sýndur og síðan þá hafa þeir keyrt óslitið og unnið til fjölda verðlauna.
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira