Sósíalistar hvattir til að kjósa Guðjón Helgason skrifar 11. júní 2007 19:00 Sósíalistar hvetja stuðningsmenn sína til að fjölmenna á kjörstað í seinni umferð þingkosninganna í Frakklandi um næstu helgi. Nauðsynlegt sé að koma í veg fyrir að UNP flokkur Sarkozys Frakklandsforseta fái jafn afgerandi meirihluta á þingi og niðurstaða fyrri umferðar í gær bendi til. Seinni umferð kosninganna fer fram næsta sunnudag og verður þá kosið aftur í þeim kjördæmum þar sem enginn frambjóðandi fékk hreinan meirihluta og berjast þá þeir sem fengu meira en 12% atkvæða. Fyrir kosningarnar í gær var UMP flokkur Sarkozys, Frakklandsforseta, með 359 þingsæti og því meirihluta í neðrideildinni þar sem 577 sæti eru í boði. Gangi úrslit gærdagsins eftir verða mið- og hægrimenn með að minnsta kosti 383 þingsæti en í mesta lagi 501. Aðeins 110 þingmenn náðu kjöri í gær og aðeins einn þeirra sósíalisti. Segolene Royal, frambjóðandi þeirra í forsetakosningunum í vor, hvatti alla þá 17 millljón kjósendur sem greiddu henni atkvæði til að kjósa í seinni umferðinni. Koma þyrfti í veg fyrir stórsigur hægrimanna. Fari eins og allt bendir til um næstu helgi fær Sarkozy umboð kjósenda til að hrinda í framkvæmd ýmsum róttækum breytingum á frönsku samfélagi. Hann vill lækka skatta og breyta vinnulöggjöf þannig að fyrirtækjum reynist auðveldara að reka og ráða fólk. Þá vill hann minnka vald verkalýðsfélaga þannig að áhrif verkfalla á ýmsa þjónustu - svo sem samgöngur - verði minni. Hann vill einnig herða refsingar fyrir síbrotamenn, harðari innflytjendalöggjöf og veita háskólum aukið sjálfsforræði til ýmissa verka. Kjörsókn í gær var rétt rúm 60% en 84% í forsetakosningunum í síðasta mánuði. Ekki fyrr hafa jafn fáir kosið í fyrstu umferð þingkosninga í Frakklandi. Spennandi verður að sjá hve margir nýta rétt sinn á sunnudaginn. Erlent Fréttir Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira
Sósíalistar hvetja stuðningsmenn sína til að fjölmenna á kjörstað í seinni umferð þingkosninganna í Frakklandi um næstu helgi. Nauðsynlegt sé að koma í veg fyrir að UNP flokkur Sarkozys Frakklandsforseta fái jafn afgerandi meirihluta á þingi og niðurstaða fyrri umferðar í gær bendi til. Seinni umferð kosninganna fer fram næsta sunnudag og verður þá kosið aftur í þeim kjördæmum þar sem enginn frambjóðandi fékk hreinan meirihluta og berjast þá þeir sem fengu meira en 12% atkvæða. Fyrir kosningarnar í gær var UMP flokkur Sarkozys, Frakklandsforseta, með 359 þingsæti og því meirihluta í neðrideildinni þar sem 577 sæti eru í boði. Gangi úrslit gærdagsins eftir verða mið- og hægrimenn með að minnsta kosti 383 þingsæti en í mesta lagi 501. Aðeins 110 þingmenn náðu kjöri í gær og aðeins einn þeirra sósíalisti. Segolene Royal, frambjóðandi þeirra í forsetakosningunum í vor, hvatti alla þá 17 millljón kjósendur sem greiddu henni atkvæði til að kjósa í seinni umferðinni. Koma þyrfti í veg fyrir stórsigur hægrimanna. Fari eins og allt bendir til um næstu helgi fær Sarkozy umboð kjósenda til að hrinda í framkvæmd ýmsum róttækum breytingum á frönsku samfélagi. Hann vill lækka skatta og breyta vinnulöggjöf þannig að fyrirtækjum reynist auðveldara að reka og ráða fólk. Þá vill hann minnka vald verkalýðsfélaga þannig að áhrif verkfalla á ýmsa þjónustu - svo sem samgöngur - verði minni. Hann vill einnig herða refsingar fyrir síbrotamenn, harðari innflytjendalöggjöf og veita háskólum aukið sjálfsforræði til ýmissa verka. Kjörsókn í gær var rétt rúm 60% en 84% í forsetakosningunum í síðasta mánuði. Ekki fyrr hafa jafn fáir kosið í fyrstu umferð þingkosninga í Frakklandi. Spennandi verður að sjá hve margir nýta rétt sinn á sunnudaginn.
Erlent Fréttir Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira