Sósíalistar hvattir til að kjósa Guðjón Helgason skrifar 11. júní 2007 19:00 Sósíalistar hvetja stuðningsmenn sína til að fjölmenna á kjörstað í seinni umferð þingkosninganna í Frakklandi um næstu helgi. Nauðsynlegt sé að koma í veg fyrir að UNP flokkur Sarkozys Frakklandsforseta fái jafn afgerandi meirihluta á þingi og niðurstaða fyrri umferðar í gær bendi til. Seinni umferð kosninganna fer fram næsta sunnudag og verður þá kosið aftur í þeim kjördæmum þar sem enginn frambjóðandi fékk hreinan meirihluta og berjast þá þeir sem fengu meira en 12% atkvæða. Fyrir kosningarnar í gær var UMP flokkur Sarkozys, Frakklandsforseta, með 359 þingsæti og því meirihluta í neðrideildinni þar sem 577 sæti eru í boði. Gangi úrslit gærdagsins eftir verða mið- og hægrimenn með að minnsta kosti 383 þingsæti en í mesta lagi 501. Aðeins 110 þingmenn náðu kjöri í gær og aðeins einn þeirra sósíalisti. Segolene Royal, frambjóðandi þeirra í forsetakosningunum í vor, hvatti alla þá 17 millljón kjósendur sem greiddu henni atkvæði til að kjósa í seinni umferðinni. Koma þyrfti í veg fyrir stórsigur hægrimanna. Fari eins og allt bendir til um næstu helgi fær Sarkozy umboð kjósenda til að hrinda í framkvæmd ýmsum róttækum breytingum á frönsku samfélagi. Hann vill lækka skatta og breyta vinnulöggjöf þannig að fyrirtækjum reynist auðveldara að reka og ráða fólk. Þá vill hann minnka vald verkalýðsfélaga þannig að áhrif verkfalla á ýmsa þjónustu - svo sem samgöngur - verði minni. Hann vill einnig herða refsingar fyrir síbrotamenn, harðari innflytjendalöggjöf og veita háskólum aukið sjálfsforræði til ýmissa verka. Kjörsókn í gær var rétt rúm 60% en 84% í forsetakosningunum í síðasta mánuði. Ekki fyrr hafa jafn fáir kosið í fyrstu umferð þingkosninga í Frakklandi. Spennandi verður að sjá hve margir nýta rétt sinn á sunnudaginn. Erlent Fréttir Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Sjá meira
Sósíalistar hvetja stuðningsmenn sína til að fjölmenna á kjörstað í seinni umferð þingkosninganna í Frakklandi um næstu helgi. Nauðsynlegt sé að koma í veg fyrir að UNP flokkur Sarkozys Frakklandsforseta fái jafn afgerandi meirihluta á þingi og niðurstaða fyrri umferðar í gær bendi til. Seinni umferð kosninganna fer fram næsta sunnudag og verður þá kosið aftur í þeim kjördæmum þar sem enginn frambjóðandi fékk hreinan meirihluta og berjast þá þeir sem fengu meira en 12% atkvæða. Fyrir kosningarnar í gær var UMP flokkur Sarkozys, Frakklandsforseta, með 359 þingsæti og því meirihluta í neðrideildinni þar sem 577 sæti eru í boði. Gangi úrslit gærdagsins eftir verða mið- og hægrimenn með að minnsta kosti 383 þingsæti en í mesta lagi 501. Aðeins 110 þingmenn náðu kjöri í gær og aðeins einn þeirra sósíalisti. Segolene Royal, frambjóðandi þeirra í forsetakosningunum í vor, hvatti alla þá 17 millljón kjósendur sem greiddu henni atkvæði til að kjósa í seinni umferðinni. Koma þyrfti í veg fyrir stórsigur hægrimanna. Fari eins og allt bendir til um næstu helgi fær Sarkozy umboð kjósenda til að hrinda í framkvæmd ýmsum róttækum breytingum á frönsku samfélagi. Hann vill lækka skatta og breyta vinnulöggjöf þannig að fyrirtækjum reynist auðveldara að reka og ráða fólk. Þá vill hann minnka vald verkalýðsfélaga þannig að áhrif verkfalla á ýmsa þjónustu - svo sem samgöngur - verði minni. Hann vill einnig herða refsingar fyrir síbrotamenn, harðari innflytjendalöggjöf og veita háskólum aukið sjálfsforræði til ýmissa verka. Kjörsókn í gær var rétt rúm 60% en 84% í forsetakosningunum í síðasta mánuði. Ekki fyrr hafa jafn fáir kosið í fyrstu umferð þingkosninga í Frakklandi. Spennandi verður að sjá hve margir nýta rétt sinn á sunnudaginn.
Erlent Fréttir Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Sjá meira