Skotleikur veldur ólgu innan kirkjunnar 11. júní 2007 17:46 Dómkirkjan í Manchester birtist blóði drifin í tölvuleiknum Resistance: Fall of Man Enska þjóðkirkjan ætlar að rita bréf til tölvuleikjaframleiðandans Sony þar sem farið er fram á afsökunarbeiðni vegna tölvuleiks sem Sony framleiddi og settu á markað. Leikurinn, sem heitir Resistance: Fall of Man, er skotleikur og eitt sögusviða hans er innviði dómkirkjunnar í Manchester. Kirkjunnarmönnum finnst óviðunnandi að byssubardagar séu sviðsettir í guðshúsinu og vilja að leiknum verði umsvifalaust breytt. Auk þess hvetja þeir Sony til að taka þátt í átaki gegn byssueign í Manchesterborg. Forsvarsmenn Sony segjast hafa fengið öll tilskilin leyfi til að nota útlit kirkjunnar og vilja ekki breyta umræddum tölvuleik. Leikurinn hefur nú selst í um milljón eintaka um allan heim. Forsvarsmenn kirkjunnar efast um nein leyfi hafi verið veitt. Þeim bárust hinsvegar bréf þar sem fram koma að útlit kirkjunnar yrði notað með þessum hætti. Eftir að ljóst varð að leikurinn færi á markað hótuðu þeir Sony lögsókn. Leikurinn hefur valdið þó nokkurri óánægju á Bretlandseyjum og hafa mörg félagsasamtök lýst yfir stuðningi við Þjóðkirkjuna. Forsvarsmenn Sony segjast munu funda með fulltrúum kirkjunnar til að reyna að koma á sátt. Mest lesið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Fleiri fréttir NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Enska þjóðkirkjan ætlar að rita bréf til tölvuleikjaframleiðandans Sony þar sem farið er fram á afsökunarbeiðni vegna tölvuleiks sem Sony framleiddi og settu á markað. Leikurinn, sem heitir Resistance: Fall of Man, er skotleikur og eitt sögusviða hans er innviði dómkirkjunnar í Manchester. Kirkjunnarmönnum finnst óviðunnandi að byssubardagar séu sviðsettir í guðshúsinu og vilja að leiknum verði umsvifalaust breytt. Auk þess hvetja þeir Sony til að taka þátt í átaki gegn byssueign í Manchesterborg. Forsvarsmenn Sony segjast hafa fengið öll tilskilin leyfi til að nota útlit kirkjunnar og vilja ekki breyta umræddum tölvuleik. Leikurinn hefur nú selst í um milljón eintaka um allan heim. Forsvarsmenn kirkjunnar efast um nein leyfi hafi verið veitt. Þeim bárust hinsvegar bréf þar sem fram koma að útlit kirkjunnar yrði notað með þessum hætti. Eftir að ljóst varð að leikurinn færi á markað hótuðu þeir Sony lögsókn. Leikurinn hefur valdið þó nokkurri óánægju á Bretlandseyjum og hafa mörg félagsasamtök lýst yfir stuðningi við Þjóðkirkjuna. Forsvarsmenn Sony segjast munu funda með fulltrúum kirkjunnar til að reyna að koma á sátt.
Mest lesið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Fleiri fréttir NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira