Damon Hill: Hamilton getur orðið meistari 11. júní 2007 18:15 Lewis Hamilton AFP Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Damon Hill, segir að nýliðinn Lewis Hamilton hjá McLaren sé búinn að sýna það að hann geti orðið heimsmeistari á sínu fyrsta ári. Hamilton vann sinn fyrsta sigur í aðeins sjöttu keppni sinni á ferlinum í Kanada um helgina og er efstur í stigakeppni ökuþóra. "Þetta var ótrúlegur sigur fyrir Hamilton og fólk ætti ekki að horfa framhjá því hvað þessi drengur hefur áorkað á svona stuttum tíma. Hann er með góðu liði og allt það, en þú þarft að hafa eitthvað mjög sérstakt til að vera með fremstu mönnum í hverri einustu keppni. Menn tala um að hann sé ungur og allt það, en ef þú ert nógu góður til að komast að í þessari íþrótt - ertu nógu gamall," sagði Hill sem hætti að keppa árið 1999. "Það er kannski of snemmt að vera að missa sig yfir árangri hans strax, en næsta keppni fer fram á Silverstone þar sem hann verður á heimavelli. Hann hefur hingað til staðist pressuna og ég held að við gætum verið að horfa hér á næsta breska heimsmeistarann í Formúlu 1," sagði Hill. Formúla Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Damon Hill, segir að nýliðinn Lewis Hamilton hjá McLaren sé búinn að sýna það að hann geti orðið heimsmeistari á sínu fyrsta ári. Hamilton vann sinn fyrsta sigur í aðeins sjöttu keppni sinni á ferlinum í Kanada um helgina og er efstur í stigakeppni ökuþóra. "Þetta var ótrúlegur sigur fyrir Hamilton og fólk ætti ekki að horfa framhjá því hvað þessi drengur hefur áorkað á svona stuttum tíma. Hann er með góðu liði og allt það, en þú þarft að hafa eitthvað mjög sérstakt til að vera með fremstu mönnum í hverri einustu keppni. Menn tala um að hann sé ungur og allt það, en ef þú ert nógu góður til að komast að í þessari íþrótt - ertu nógu gamall," sagði Hill sem hætti að keppa árið 1999. "Það er kannski of snemmt að vera að missa sig yfir árangri hans strax, en næsta keppni fer fram á Silverstone þar sem hann verður á heimavelli. Hann hefur hingað til staðist pressuna og ég held að við gætum verið að horfa hér á næsta breska heimsmeistarann í Formúlu 1," sagði Hill.
Formúla Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira