Hamilton á ráspól í fyrsta sinn

Ungstirnið Lewis Hamilton á McLaren tryggði sér í kvöld sinn fyrsta ráspól á ferlinum í Formúlu 1 þegar hann náði besta tíma í tímatökum fyrir Kanadakappaksturinn sem fram fer í Montreal á morgun. Félagi hans Fernando Alonso náði öðrum besta tímanum og Nick Heidfeld stakk sér framúr Ferrari-mennina Raikkönen og Massa í þriðja sætið.