Samkomulag í loftslagsmálum Guðjón Helgason skrifar 7. júní 2007 19:13 Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims náðu samkomulagi í loftslagsmálum á fundi sínum í Þýskalandi í dag. Kaslari Þýskalands var sigurreif þó tillaga hennar um að útblástur yrði minnkaður um helming fyrir árið 2050, hafi ekki náð fram að ganga vegna andstöðu Bandaríkjamanna. Merkel sagði samkomulag hafa náðst um að það yrði að setja skýr markmið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Alvarlega yrði tekið til greina að draga úr útblæstri um helming fyrir 2050. Nákvæmt innihald samkomulagsins hefur ekki verið kynnt að fullu en telja stjórnmálaskýrendur að þar verði ekki afgerandi orðalag að finna. Þegar umhverfismálin voru afgreidd settust Bush Bandaríkjaforseti og Pútín Rússlandsforseti niður til fundar um fyrirhugað eldflaugavarnarkefi Bandaríkjamanna í Póllandi og Tékklandi. Pútín hótaði því fyrr í vikunni að beina kjarnorkuvopnum Rússa að Evrópuríkjum ef af áformunum yrði. Bandaríkjaforsetinn sagði viðræður dagsins hafa verið gagnlegar, sér í lagi hvað varðaði eldflaugavarnarkerfið. Pútín hefði gert sér grein fyrir áhyggjum sínum og komið fram með áhugaverðar tillögur. Lagði hann til að ekki yrði reist radarstöð í Tékklandi heldur yrði notast við Gabala radarstöðina í Aserbaídsjan sem Rússar leigi. Pútín sagði samkomulag Rússa við Asera gera þetta mögulegt. Bush sagði að ákveðið hefði verið að skiptast á hugmyndum í eldflaugavarnarmálum. Í Rostock fylgjast fulltrúar hjálparsamtaka með fundinum. Þar eru haldnir tónleikar með listamönnum sem vilja ljá ýmsum málefnum lið. Þeir segja málefni Afríku gleymd nú ólíkt því sem var í Gleneagles í Skotlandi fyrir tveimur árum þegar auknu fé var lofað til hjálpar í álfunni. Ekki hafi verið staðið við það. Tónlistarmaðurinn og aðgerðarsinninn Bono sagði að sér virtist sem Afríka væri ekki á dagskrá í Heiligendamm. Aðeins sé fjallað um það sem skipti vesturveldin mestu. Erlent Fréttir Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims náðu samkomulagi í loftslagsmálum á fundi sínum í Þýskalandi í dag. Kaslari Þýskalands var sigurreif þó tillaga hennar um að útblástur yrði minnkaður um helming fyrir árið 2050, hafi ekki náð fram að ganga vegna andstöðu Bandaríkjamanna. Merkel sagði samkomulag hafa náðst um að það yrði að setja skýr markmið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Alvarlega yrði tekið til greina að draga úr útblæstri um helming fyrir 2050. Nákvæmt innihald samkomulagsins hefur ekki verið kynnt að fullu en telja stjórnmálaskýrendur að þar verði ekki afgerandi orðalag að finna. Þegar umhverfismálin voru afgreidd settust Bush Bandaríkjaforseti og Pútín Rússlandsforseti niður til fundar um fyrirhugað eldflaugavarnarkefi Bandaríkjamanna í Póllandi og Tékklandi. Pútín hótaði því fyrr í vikunni að beina kjarnorkuvopnum Rússa að Evrópuríkjum ef af áformunum yrði. Bandaríkjaforsetinn sagði viðræður dagsins hafa verið gagnlegar, sér í lagi hvað varðaði eldflaugavarnarkerfið. Pútín hefði gert sér grein fyrir áhyggjum sínum og komið fram með áhugaverðar tillögur. Lagði hann til að ekki yrði reist radarstöð í Tékklandi heldur yrði notast við Gabala radarstöðina í Aserbaídsjan sem Rússar leigi. Pútín sagði samkomulag Rússa við Asera gera þetta mögulegt. Bush sagði að ákveðið hefði verið að skiptast á hugmyndum í eldflaugavarnarmálum. Í Rostock fylgjast fulltrúar hjálparsamtaka með fundinum. Þar eru haldnir tónleikar með listamönnum sem vilja ljá ýmsum málefnum lið. Þeir segja málefni Afríku gleymd nú ólíkt því sem var í Gleneagles í Skotlandi fyrir tveimur árum þegar auknu fé var lofað til hjálpar í álfunni. Ekki hafi verið staðið við það. Tónlistarmaðurinn og aðgerðarsinninn Bono sagði að sér virtist sem Afríka væri ekki á dagskrá í Heiligendamm. Aðeins sé fjallað um það sem skipti vesturveldin mestu.
Erlent Fréttir Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira