Varnar- og umhverfismál ber hæst Guðjón Helgason skrifar 7. júní 2007 12:15 Búist er við að forsetar Bandaríkjanna og Rússlands ræði umdeilt eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu einslega í dag. Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims hefja tveggja daga stífa fundarlotu í Þýskalandi í dag þar sem varnar- og umhverfismál ber hæst. Þjóðarleiðtogarnir sem sækja fundinn settust saman að snæðingi ásamt mökum sínum í Gut Hohen Luckow kastala nærri strandbænum Heiligendamm í austurhluta Þýskalands í gærkvöldi. Kvöldverðurinn var forleikurinn að stífri fundardagskrá í dag og á morgun. Búast má við töluverðri spennu á fundinum þar sem viðhorf leiðtoganna til helstu mála eru harla ólík. Þannig eru Rússar andvígir því að Kosovo-hérað fái algjört sjálfstæði og því er talið ólíklegt að samkomulag náist um það á fundinum. Enn fremur má búast við að ekki gangi allir sáttir frá borði í umræðum um aðgerðir í loftlagsmálum því ágreiningur er um milli leiðtoga Evrópu og Bandaríkjanna um hversu langt eigi að ganga. Auk þessa má búast við að deilur Vesturveldanna og Rússa um eldflaugavarnakerfi Bandaríkjanna í Austur-Evrópu verði fyrirferðamiklar á fundinum í dag. Reiknað er með því að George Bush Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, ræði málið einslega á fundi í dag auk þess sem aðrir leiðtogar úr átta manna hópnum eru sagðir vilja ræða við Pútín undir fjögur augu um versnandi samskipti austurs og vesturs. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, reyndi þó að bera klæði á vopnin í gær og sagði þá staðreynd að Pútín væri mættur til fundar skýrt merki um að kalda stríðinu væri lokið og það ekki að skella aftur á. Spennan er ekki síður utan fundarins þar sem fjöldi mótmælenda hefur tekist á við lögreglu undanfarna daga í nágrenni fundarstaðarins. Mótmælendur hafa lokað fyrir umferð nærri fundarstaðnum og hefur lögregla þá notað vatnsþrýstidælur til að dreifa mannfjöldanum. Rúmlega hundrað og þrjátíu mótmælendur voru handteknir í gær og að minnsta kosti átta lögreglumenn særðust lítillega í átökum. Sextán þúsund manna lögreglulið vaktar fundarstaðinn fram til morguns og er talið að kostnaður þýska ríkisins vegna löggæslu og annars sem tengist fundinum nemi jafnvirði tæplega átta milljarða íslenskra króna. Erlent Fréttir Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Búist er við að forsetar Bandaríkjanna og Rússlands ræði umdeilt eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu einslega í dag. Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims hefja tveggja daga stífa fundarlotu í Þýskalandi í dag þar sem varnar- og umhverfismál ber hæst. Þjóðarleiðtogarnir sem sækja fundinn settust saman að snæðingi ásamt mökum sínum í Gut Hohen Luckow kastala nærri strandbænum Heiligendamm í austurhluta Þýskalands í gærkvöldi. Kvöldverðurinn var forleikurinn að stífri fundardagskrá í dag og á morgun. Búast má við töluverðri spennu á fundinum þar sem viðhorf leiðtoganna til helstu mála eru harla ólík. Þannig eru Rússar andvígir því að Kosovo-hérað fái algjört sjálfstæði og því er talið ólíklegt að samkomulag náist um það á fundinum. Enn fremur má búast við að ekki gangi allir sáttir frá borði í umræðum um aðgerðir í loftlagsmálum því ágreiningur er um milli leiðtoga Evrópu og Bandaríkjanna um hversu langt eigi að ganga. Auk þessa má búast við að deilur Vesturveldanna og Rússa um eldflaugavarnakerfi Bandaríkjanna í Austur-Evrópu verði fyrirferðamiklar á fundinum í dag. Reiknað er með því að George Bush Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, ræði málið einslega á fundi í dag auk þess sem aðrir leiðtogar úr átta manna hópnum eru sagðir vilja ræða við Pútín undir fjögur augu um versnandi samskipti austurs og vesturs. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, reyndi þó að bera klæði á vopnin í gær og sagði þá staðreynd að Pútín væri mættur til fundar skýrt merki um að kalda stríðinu væri lokið og það ekki að skella aftur á. Spennan er ekki síður utan fundarins þar sem fjöldi mótmælenda hefur tekist á við lögreglu undanfarna daga í nágrenni fundarstaðarins. Mótmælendur hafa lokað fyrir umferð nærri fundarstaðnum og hefur lögregla þá notað vatnsþrýstidælur til að dreifa mannfjöldanum. Rúmlega hundrað og þrjátíu mótmælendur voru handteknir í gær og að minnsta kosti átta lögreglumenn særðust lítillega í átökum. Sextán þúsund manna lögreglulið vaktar fundarstaðinn fram til morguns og er talið að kostnaður þýska ríkisins vegna löggæslu og annars sem tengist fundinum nemi jafnvirði tæplega átta milljarða íslenskra króna.
Erlent Fréttir Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira