Svört skýrsla um bráðnun Guðjón Helgason skrifar 5. júní 2007 18:53 Lífsviðurværi hundruð milljóna manna er ógnað vegna snjó- og ísbráðununar af völdum hlýnunar jarðar. Að óbreyttu skerðist aðgangur fólks að drykkjarvatni um leið og sjávarborð hækkar. Þetta er niðurstaða sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna en skýrsla þeirra var kynnt í Tromsö í Norður-Noregi í gær en Alþjóðadagur umhverfisins er í dag. Achim Steiner hjá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna sagði við kyninguna að afleiðingarnar sem þar séu kynntar sé alvarleg ógn við lífi eins og við þekkjum það nú - jafnvel líka efnahagslífi. Niðurstaðan er sú að ís og snjór bráðni mun hraðar en áður hafi verið talið. Það hafi áhrif á umhverfi og lifibrauð mörg hundruð milljón manna víða um heim sem á endanum neyðist til að yfirgefa heimili sín vegna hættu á flóðum eða vatnsskorti - svo farið sé öfganna á milli. Í nýju tölublaði vísindatímaritsins National Geographic má sjá myndir af Sólheimajökli - annars vegar í apríl 2006 og svo hálfu ári seinna. Þar sjáist hvað jökullinn hafi hopað mikið. Vissulega líði sumar þar á milli en breytingin samt sláandi. Í sama blaði má einnig sjá myndir frá Chacaltaya jöklinum í Bólivíu - því skíða svæði sem hæst liggur í heimi, í rúmlega sautján þúsund feta hæð. Fyrri myndi er tekin 1994 og sú síðari áratug seinna. Munurinn er mikill. Þar til í fyrra var Briksdalsbreen vinsæll, snæviþaktur ferðamannastaður í Noregi - hluti af Jostedalsbreen jökli. Ferðum um svæðið var hætt þar sem jökullinn hafði bráðnað mikið. Atle Nesja, jöklafræðingur, segir að í fyrra hafi jökullinn bráðnað um 140 metra. Á einu ári jafngildi það um 10 til fimmtán sentimetrum á dag að meðaltali. Heiðrún Guðmundsdóttir, líf- og umhverfisfræðingur, var gestur í Hádegisviðtalinu á Stöð tvö í dag. Hún segir ekki hægt að snúa þróuninni við en með breyttri hegðan sé hægt að snúa henni við. Hún segir Íslendinga aftarlega á merinni í umhverfismálum. Þeir hafi búið við þau forréttindi að hér sé mjög hreint loft, fámenn þjóð í stóru landi ríku af auðlindum. Íslendingar hafi nóg af öllu og þekki ekki vandamálin sem nú um ræði. Erlent Fréttir Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Lífsviðurværi hundruð milljóna manna er ógnað vegna snjó- og ísbráðununar af völdum hlýnunar jarðar. Að óbreyttu skerðist aðgangur fólks að drykkjarvatni um leið og sjávarborð hækkar. Þetta er niðurstaða sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna en skýrsla þeirra var kynnt í Tromsö í Norður-Noregi í gær en Alþjóðadagur umhverfisins er í dag. Achim Steiner hjá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna sagði við kyninguna að afleiðingarnar sem þar séu kynntar sé alvarleg ógn við lífi eins og við þekkjum það nú - jafnvel líka efnahagslífi. Niðurstaðan er sú að ís og snjór bráðni mun hraðar en áður hafi verið talið. Það hafi áhrif á umhverfi og lifibrauð mörg hundruð milljón manna víða um heim sem á endanum neyðist til að yfirgefa heimili sín vegna hættu á flóðum eða vatnsskorti - svo farið sé öfganna á milli. Í nýju tölublaði vísindatímaritsins National Geographic má sjá myndir af Sólheimajökli - annars vegar í apríl 2006 og svo hálfu ári seinna. Þar sjáist hvað jökullinn hafi hopað mikið. Vissulega líði sumar þar á milli en breytingin samt sláandi. Í sama blaði má einnig sjá myndir frá Chacaltaya jöklinum í Bólivíu - því skíða svæði sem hæst liggur í heimi, í rúmlega sautján þúsund feta hæð. Fyrri myndi er tekin 1994 og sú síðari áratug seinna. Munurinn er mikill. Þar til í fyrra var Briksdalsbreen vinsæll, snæviþaktur ferðamannastaður í Noregi - hluti af Jostedalsbreen jökli. Ferðum um svæðið var hætt þar sem jökullinn hafði bráðnað mikið. Atle Nesja, jöklafræðingur, segir að í fyrra hafi jökullinn bráðnað um 140 metra. Á einu ári jafngildi það um 10 til fimmtán sentimetrum á dag að meðaltali. Heiðrún Guðmundsdóttir, líf- og umhverfisfræðingur, var gestur í Hádegisviðtalinu á Stöð tvö í dag. Hún segir ekki hægt að snúa þróuninni við en með breyttri hegðan sé hægt að snúa henni við. Hún segir Íslendinga aftarlega á merinni í umhverfismálum. Þeir hafi búið við þau forréttindi að hér sé mjög hreint loft, fámenn þjóð í stóru landi ríku af auðlindum. Íslendingar hafi nóg af öllu og þekki ekki vandamálin sem nú um ræði.
Erlent Fréttir Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira