Kannað með kæru á Íslandi Guðjón Helgason skrifar 3. júní 2007 12:06 Ættingjar flugliðans Ashley Turner, sem var myrt á varnarsvæðinu á Miðnesheiði árið 2005, ætla að kanna hvort hægt verði að rétta yfir meintum morðingja hennar hér á landi. Í síðasta mánuði sýknaði herréttur í Washington hermann af ákæru um morðið á Turner. Ashley Turner var tvítug og flugliði í þyrlubjörgunarsveit Keflavíkurflugvallar. Hún fannst liggjandi í blóði sínu í sameiginlegum svefnskála hennar og Calvins Hill, samstarfsmanns, fjórtánda ágúst 2005. Turner lést af völdum höfuðáverka og stungusára á hálsi. Hill var ákærður fyrir að hafa myrt hana en Turner átti að bera vitni gegn honum í þjófnaðarmáli. Réttað var yfir Hill fyrir herrétti í Bolling-herstöðinni í Washington í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði var hann sýknaður þrátt fyrir að blóð úr Turner hefði fundist á strigaskó hans. Taldi dómur að það hefði getað slest á skó hans þegar herlögregla leiddi Hill í gegnum vettvang morðsins. Í viðtali við staðarblað í heimabæ sínum í gær segir Jason Turner, bróðir Ashley, að fjölskylda hennar leiti lögfræðings til að sækja einkamál gegn Hill í Bandaríkjunum. Hann segir einnig að kannað verði hvort hægt verði að sækja mál gegn honum á Íslandi þar sem morðið hafi verið framið á varnarsvæðinu á Miðnesheiði. Sá möguleiki verði ræddur við fulltrúa íslenska ríkisins við fyrsta tækifæri. Jason segist sjá fyrir sér að mögulega verði hægt að ákæra Hill fyrir allt frá manndrápi til morðs af yfirlögðu ráði. Hann segist meta það svo að helmingslíkur á að mál verði rekið á Íslandi. Í viðauka við Varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna frá 1951 segir að ríkisstjórn Íslands óski ekki eftir að fara með lögsögu í málum varnarliðsmanna sem hún hafi áskilið sér nema um sé að tefla sakir sem hafi sérstaka þýðingu fyrir Ísland. Óvíst er því hvort málið fari lengra. Erlent Fréttir Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Fleiri fréttir Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Sjá meira
Ættingjar flugliðans Ashley Turner, sem var myrt á varnarsvæðinu á Miðnesheiði árið 2005, ætla að kanna hvort hægt verði að rétta yfir meintum morðingja hennar hér á landi. Í síðasta mánuði sýknaði herréttur í Washington hermann af ákæru um morðið á Turner. Ashley Turner var tvítug og flugliði í þyrlubjörgunarsveit Keflavíkurflugvallar. Hún fannst liggjandi í blóði sínu í sameiginlegum svefnskála hennar og Calvins Hill, samstarfsmanns, fjórtánda ágúst 2005. Turner lést af völdum höfuðáverka og stungusára á hálsi. Hill var ákærður fyrir að hafa myrt hana en Turner átti að bera vitni gegn honum í þjófnaðarmáli. Réttað var yfir Hill fyrir herrétti í Bolling-herstöðinni í Washington í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði var hann sýknaður þrátt fyrir að blóð úr Turner hefði fundist á strigaskó hans. Taldi dómur að það hefði getað slest á skó hans þegar herlögregla leiddi Hill í gegnum vettvang morðsins. Í viðtali við staðarblað í heimabæ sínum í gær segir Jason Turner, bróðir Ashley, að fjölskylda hennar leiti lögfræðings til að sækja einkamál gegn Hill í Bandaríkjunum. Hann segir einnig að kannað verði hvort hægt verði að sækja mál gegn honum á Íslandi þar sem morðið hafi verið framið á varnarsvæðinu á Miðnesheiði. Sá möguleiki verði ræddur við fulltrúa íslenska ríkisins við fyrsta tækifæri. Jason segist sjá fyrir sér að mögulega verði hægt að ákæra Hill fyrir allt frá manndrápi til morðs af yfirlögðu ráði. Hann segist meta það svo að helmingslíkur á að mál verði rekið á Íslandi. Í viðauka við Varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna frá 1951 segir að ríkisstjórn Íslands óski ekki eftir að fara með lögsögu í málum varnarliðsmanna sem hún hafi áskilið sér nema um sé að tefla sakir sem hafi sérstaka þýðingu fyrir Ísland. Óvíst er því hvort málið fari lengra.
Erlent Fréttir Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Fleiri fréttir Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Sjá meira