Alonso sigraði í Mónakó annað árið í röð 27. maí 2007 14:15 Alonso með sigurlaunin í Mónakó AFP Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá McLaren hafði betur í æsilegri baráttu við liðsfélaga sinn Lewis Hamilton í dag og sigraði annað árið í röð í Mónakókappakstrinum í Formúlu 1. Sigur heimsmeistarans þýðir að þeir félagar hjá McLaren eru hnífjafnir í stigakeppni ökuþóra. McLaren bílarnir voru í algjörum sérflokki í dag og voru talsvert á undan Ferrari-manninum Felipa Massa sem varð þriðji. Giancarlo Fisichella náði fjórða sætinu á Renault-bíl sínum og er besti árangur liðsins til þessa á tímabilinu. Robert Kibica náði áhugaverðum árangri þegar hann hreppti fimmta sætið á BMW-Sauber bíl sínum í sinni fyrstu keppni í Mónakó og var talsvert á undan félaga sínum Nicke Heidfeld sem varð sjötti. Alexander Wurz varð sjöundi á Williams og náði að vinna sig upp úr ellefta sæti á ráslínu og Kimi Raikkönen náði áttunda sætinu - síðasta sætinu sem gefur stig - eftir að hafa þurft að ræsa 15. Alonso og Hamilton eru nú efstir og jafnir í stigakeppninni með 38 stig hvor, en Alonso telst á toppnum vegna þess að hann hefur unnið tvo sigra á mótum ársins en Hamilton er enn án sigurs. Þetta var fjórða mótið sem Hamilton hirðir annað sætið, en í 17. sinn á ferlinum sem Alonso kemur fyrstur í mark. Formúla Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá McLaren hafði betur í æsilegri baráttu við liðsfélaga sinn Lewis Hamilton í dag og sigraði annað árið í röð í Mónakókappakstrinum í Formúlu 1. Sigur heimsmeistarans þýðir að þeir félagar hjá McLaren eru hnífjafnir í stigakeppni ökuþóra. McLaren bílarnir voru í algjörum sérflokki í dag og voru talsvert á undan Ferrari-manninum Felipa Massa sem varð þriðji. Giancarlo Fisichella náði fjórða sætinu á Renault-bíl sínum og er besti árangur liðsins til þessa á tímabilinu. Robert Kibica náði áhugaverðum árangri þegar hann hreppti fimmta sætið á BMW-Sauber bíl sínum í sinni fyrstu keppni í Mónakó og var talsvert á undan félaga sínum Nicke Heidfeld sem varð sjötti. Alexander Wurz varð sjöundi á Williams og náði að vinna sig upp úr ellefta sæti á ráslínu og Kimi Raikkönen náði áttunda sætinu - síðasta sætinu sem gefur stig - eftir að hafa þurft að ræsa 15. Alonso og Hamilton eru nú efstir og jafnir í stigakeppninni með 38 stig hvor, en Alonso telst á toppnum vegna þess að hann hefur unnið tvo sigra á mótum ársins en Hamilton er enn án sigurs. Þetta var fjórða mótið sem Hamilton hirðir annað sætið, en í 17. sinn á ferlinum sem Alonso kemur fyrstur í mark.
Formúla Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira