Glæpasagan Afturelding, eftir Viktor Arnar Ingólfsson, verður kvikmynduð. Reykjavík Films samdi í gær við Viktor Arnar og Eddu útgáfu um kvikmyndaréttindi á bókinni og stendur til að gera þáttaröð fyrir sjónvarp.
Sagan fjallar um raðmorðingja sem leikur lausum hala í íslensku samfélagi, og viðureign lögreglu við hann. Viktor Arnar hefur auk Aftureldingar skrifað sögurnar Engin spor og Flateyjargátuna.