Kærastan farin frá Wolfowitz Óli Tynes skrifar 24. maí 2007 14:41 Shaha Riza MYND/Alþjóðabankinn. Maí var ekki góður mánuður fyrir Paul Wolfowitz, bankastjóra Alþjóðabankans. Fyrst missti hann vinnuna fyrir að hygla kærustu sinni. Og hann var ekki fyrr búinn að missa vinnuna en kærastan fór frá honum. Bandaríska dagblaðið New York Post segir að Shaha Riza hafi sagt bankastjóranum fyrrverandi upp. Wolfowitz var vandi á höndum þegar hann tók við stöðu bankastjórans fyrir tveim árum. Samkvæmt siðareglum bankans mega stjórnendur hans ekki vera yfirmenn ættingja sinna eða ástkvenna. Þau Riza voru þá þegar í sambandi og lögfræðingar bankans sögðu að hún yrði að finna sér annað starf. Riza er sögð ljóngáfuð. Rosalega skapmikil og mikill feministi. Hún varð öskureið yfir að þurfa að ganga úr góðu starfi sínu vegna þess að ákveðinn karlmaður var settur yfir hana. Wolfowitz mun hafa sagt bankans mönnum að hann þyrði ekki að reka hana í annað starf. Því var útbúinn pakki sem færði hana yfir í bandaríska utanríkisráðuneytið. Með höfðinglegri launahækkun. Það varð Wolfowitz að falli. Siðanefnd bankans komst að þeirri niðurstöðu að of vel hefði verið gert við hana.Í frétt New York Post sýnast bæði Wolfowitz og Riza fórnarlömb aðstæðna. Hann reyndi að fara réttu leiðina í gegnum siðanefnd bankans. Því er haldið fram að fortíð hans og þá sérstaklega aðild hans að innrásinni í Írak, hafi verið hluti af ástæðunni fyrir því að blásið var til svo mikillar sóknar gegn honum.Heimildarmenn blaðsins segja að þetta hafi verið mjög sársaukafullt fyrir Rizu. Hún bað ekki um að vera flutt. Hún bað ekki um kauphækkun og hún elskaði gamla starfið sitt hjá Alþjóðabankanum. Og hún er öskureið yfir að hafa enn og aftur verið niðurlægð vegna sambands síns við valdamikinn karlmann. Erlent Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira
Maí var ekki góður mánuður fyrir Paul Wolfowitz, bankastjóra Alþjóðabankans. Fyrst missti hann vinnuna fyrir að hygla kærustu sinni. Og hann var ekki fyrr búinn að missa vinnuna en kærastan fór frá honum. Bandaríska dagblaðið New York Post segir að Shaha Riza hafi sagt bankastjóranum fyrrverandi upp. Wolfowitz var vandi á höndum þegar hann tók við stöðu bankastjórans fyrir tveim árum. Samkvæmt siðareglum bankans mega stjórnendur hans ekki vera yfirmenn ættingja sinna eða ástkvenna. Þau Riza voru þá þegar í sambandi og lögfræðingar bankans sögðu að hún yrði að finna sér annað starf. Riza er sögð ljóngáfuð. Rosalega skapmikil og mikill feministi. Hún varð öskureið yfir að þurfa að ganga úr góðu starfi sínu vegna þess að ákveðinn karlmaður var settur yfir hana. Wolfowitz mun hafa sagt bankans mönnum að hann þyrði ekki að reka hana í annað starf. Því var útbúinn pakki sem færði hana yfir í bandaríska utanríkisráðuneytið. Með höfðinglegri launahækkun. Það varð Wolfowitz að falli. Siðanefnd bankans komst að þeirri niðurstöðu að of vel hefði verið gert við hana.Í frétt New York Post sýnast bæði Wolfowitz og Riza fórnarlömb aðstæðna. Hann reyndi að fara réttu leiðina í gegnum siðanefnd bankans. Því er haldið fram að fortíð hans og þá sérstaklega aðild hans að innrásinni í Írak, hafi verið hluti af ástæðunni fyrir því að blásið var til svo mikillar sóknar gegn honum.Heimildarmenn blaðsins segja að þetta hafi verið mjög sársaukafullt fyrir Rizu. Hún bað ekki um að vera flutt. Hún bað ekki um kauphækkun og hún elskaði gamla starfið sitt hjá Alþjóðabankanum. Og hún er öskureið yfir að hafa enn og aftur verið niðurlægð vegna sambands síns við valdamikinn karlmann.
Erlent Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira