Þekkt seglskip brann í Lundúnum Guðjón Helgason skrifar 21. maí 2007 19:30 Eitt þekktasta seglskip 19. aldar, Cutty Sark, nær eyðilagðist í miklum bruna í Lundúnum í dag. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í því. Skipið hefur dregið að sér fjölmarga forvitna ferðamenn en er nú skaðbrennt flak. Seglskipið Cutty Sark var smíðað í Skotlandi árið 1869 og var eitt það síðasta sinnar tegundar. Skipið var afar hraðskreitt og notað til að flytja te frá Kína til Bretlands. Þegar gufuskip voru tekin í notkun var það selt til Portúgal og síðan Suður-Afríku. 1922 var það keypt aftur til Bretlands og notað sem æfingaskip. Síðan 1954 hefur Cutty Sark verið í þurrkví í Greenwich í Lundúnum og margir ferðamenn skoðað þetta sögufræga skip þar. Sjóður var stofnaður um rekstur skipsins. Því var lokað fyrir skömmu þegar byrjað var að gera endurbætur á því en járngrind skipsins hafði ryðgað hratt vegna seltu í sjónum. Á fjórða tímanum í nótt var slökkvilið kallað að skipinu en þá logað töluvert í því. Rúma tvo tíma tók að slökkva eldinn. Skemmdir eru miklar en talsmaður Cutty Sark sjóðsins segir skipið ekki ónýtt eins og fyrst var óttast. Það kosti margar milljónir að laga skipið og enduropnun, sem var fyrirhuguð eftir tvö ár tefjist nú um óákveðinn tíma. Vitni hafa sett sig í samband við Lundúnarlögregluna og lýst grunsamlegum ferðum fólks við skipið skömmu áður en eldurinn kviknaði. Lögregla segist því ekki útiloka íkveikju og skoðar nú upptökur úr eftirlitsmyndavélum í næsta nágrenni. Erlent Fréttir Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Eitt þekktasta seglskip 19. aldar, Cutty Sark, nær eyðilagðist í miklum bruna í Lundúnum í dag. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í því. Skipið hefur dregið að sér fjölmarga forvitna ferðamenn en er nú skaðbrennt flak. Seglskipið Cutty Sark var smíðað í Skotlandi árið 1869 og var eitt það síðasta sinnar tegundar. Skipið var afar hraðskreitt og notað til að flytja te frá Kína til Bretlands. Þegar gufuskip voru tekin í notkun var það selt til Portúgal og síðan Suður-Afríku. 1922 var það keypt aftur til Bretlands og notað sem æfingaskip. Síðan 1954 hefur Cutty Sark verið í þurrkví í Greenwich í Lundúnum og margir ferðamenn skoðað þetta sögufræga skip þar. Sjóður var stofnaður um rekstur skipsins. Því var lokað fyrir skömmu þegar byrjað var að gera endurbætur á því en járngrind skipsins hafði ryðgað hratt vegna seltu í sjónum. Á fjórða tímanum í nótt var slökkvilið kallað að skipinu en þá logað töluvert í því. Rúma tvo tíma tók að slökkva eldinn. Skemmdir eru miklar en talsmaður Cutty Sark sjóðsins segir skipið ekki ónýtt eins og fyrst var óttast. Það kosti margar milljónir að laga skipið og enduropnun, sem var fyrirhuguð eftir tvö ár tefjist nú um óákveðinn tíma. Vitni hafa sett sig í samband við Lundúnarlögregluna og lýst grunsamlegum ferðum fólks við skipið skömmu áður en eldurinn kviknaði. Lögregla segist því ekki útiloka íkveikju og skoðar nú upptökur úr eftirlitsmyndavélum í næsta nágrenni.
Erlent Fréttir Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira