Erfitt að senda hjálpargögn Guðjón Helgason skrifar 21. maí 2007 18:45 MYND/AP Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa ekki getað sent hjálpargögn inn í flóttamannabúðir í Norður-Líbanon í dag vegna átaka stjónarhers og herskrskárra Palestínumanna. Um 70 hafa fallið þar síðan í gær og margir særst. Ráðamenn í Beirút segja Sýrlendinga standa að baki ófriðnum. Þetta eru mestu innanlandsátök í Líbanon síðan endir var bundinn á borgarastyrjöld þar í landi fyrir 17 árum. Upp úr sauð í gær þegar lögreglan í Trípólí reyndi að handtaka liðsmenn Fatah al-Islam samtakanna sem grunaðir voru um bankarán. Til skotbardaga kom og herinn kallaður á vettvang. Þá var gerð árás á varðstöðvar hersins nærri Nahr al-Bader flóttamannabúðunum þar sem um þrjátíu þúsund Palestínumenn halda til og herská samtök múslima sögð fela liðsmenn og þjálfa. Líbanski herinn má ekki fara þar inn samkvæmt nærri fjögurra áratuga gömlu samkomulagi Líbana við Frelsissamtök Palestínumanna, PLO. Enn var barist í Trípólí í Norður-Líbanon í dag. Herinn lét sprengjum rigna yfir Nahr al-Bader flóttamannabúðirnar sem voru umkringdar snemma í morgun. Árásunum var svarað. Fulltrúar Rauða krossins fluttu 18 særða borgara úr búðunum síðdegis og ætluðu fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins inn í þær með hjálpargögn. Þá þögnuðu byssur fylkinganna en gelt þeirra hófst þó aftur áður en bílaest með lyf og nauðsynjar komst inn í búðirnar. Fatah al-Islam samtökin klofnunðu úr öðrum sýrlenskum og sögð tengjast al-Kaída hryðjuverkasamtökunum. Líbanar segja Sýrlendinga beita þeim fyrir sig til að skapa sem mestan glundroða í Líbanon. Helstu samtök Palestínumanna vilja ekkert með liðsmenn Fatah al-Islam hafa og leiðtogar súnnía í Líbanon styðja aðgerðir hersins. Sýrlendingar segjast ekki tengjast Fatah al-Islam á nokkurn hátt. Ráðamenn í Damascus hafi fyrirskipað handtökur helstu leiðtoga þeirra og veitt alþjóðalögreglunni, Interpol, aðstoð til að ná því markmiði sínu. Erlent Fréttir Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa ekki getað sent hjálpargögn inn í flóttamannabúðir í Norður-Líbanon í dag vegna átaka stjónarhers og herskrskárra Palestínumanna. Um 70 hafa fallið þar síðan í gær og margir særst. Ráðamenn í Beirút segja Sýrlendinga standa að baki ófriðnum. Þetta eru mestu innanlandsátök í Líbanon síðan endir var bundinn á borgarastyrjöld þar í landi fyrir 17 árum. Upp úr sauð í gær þegar lögreglan í Trípólí reyndi að handtaka liðsmenn Fatah al-Islam samtakanna sem grunaðir voru um bankarán. Til skotbardaga kom og herinn kallaður á vettvang. Þá var gerð árás á varðstöðvar hersins nærri Nahr al-Bader flóttamannabúðunum þar sem um þrjátíu þúsund Palestínumenn halda til og herská samtök múslima sögð fela liðsmenn og þjálfa. Líbanski herinn má ekki fara þar inn samkvæmt nærri fjögurra áratuga gömlu samkomulagi Líbana við Frelsissamtök Palestínumanna, PLO. Enn var barist í Trípólí í Norður-Líbanon í dag. Herinn lét sprengjum rigna yfir Nahr al-Bader flóttamannabúðirnar sem voru umkringdar snemma í morgun. Árásunum var svarað. Fulltrúar Rauða krossins fluttu 18 særða borgara úr búðunum síðdegis og ætluðu fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins inn í þær með hjálpargögn. Þá þögnuðu byssur fylkinganna en gelt þeirra hófst þó aftur áður en bílaest með lyf og nauðsynjar komst inn í búðirnar. Fatah al-Islam samtökin klofnunðu úr öðrum sýrlenskum og sögð tengjast al-Kaída hryðjuverkasamtökunum. Líbanar segja Sýrlendinga beita þeim fyrir sig til að skapa sem mestan glundroða í Líbanon. Helstu samtök Palestínumanna vilja ekkert með liðsmenn Fatah al-Islam hafa og leiðtogar súnnía í Líbanon styðja aðgerðir hersins. Sýrlendingar segjast ekki tengjast Fatah al-Islam á nokkurn hátt. Ráðamenn í Damascus hafi fyrirskipað handtökur helstu leiðtoga þeirra og veitt alþjóðalögreglunni, Interpol, aðstoð til að ná því markmiði sínu.
Erlent Fréttir Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira