Meinuðu Kasparov og fréttamönnum að komast á fundarstað Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 18. maí 2007 13:55 Kasparov sagðist aðeins geta hlegið og líkti ástandinu við Simbabwe. MYND/Reuters Rússneska lögreglan hindraði í morgun mótmælendur og fréttamenn í því að fljúga á fundarstað Evrópusambandsins og Rússa í Samaraborg. Meðal þeirra sem voru stöðvaðir var Garry Kasparov stórmeistari í skák. Vélinni seinkaði um klukkutíma og fór í loftið með einn þriðja fyrirhugaðra farþega, en hvorki mótmælendur né fréttamenn. Mótmælin höfðu verið fyrirhuguð við fundarstaðin á Volgubökkum í borginni Samara sem er í um 1.000 km fjarlægð frá Moskvu. Tveir blaðamenn Wall Street Journal og London Daily Telegraph sem hugðust fljúga til Samara voru einnig stöðvaðir. Miðum þeirra og vegabréfum var haldið af embættismönnum þegar tölvukerfið "kannaðist ekki við þá." Garry Kasparov sagði að starfsmenn flugvallarins hefðu sömuleiðis sagt að flugmiði hans kæmist ekki í gegn í tölvukerfi þeirra. Alexander Adamov yfirmaður flugvllalögreglunnar sagði Reuters að það ætti við um Kasparov og fólkið sem hann ferðaðist með. Kasparov lýsti manninum sem “leikbrúðu” og bætti við að augljóst væri að um væri að ræða skipun “að ofan.” Ungmennahópur á vegum stjórnvalda dreyfði bæklingum á flugvellinum. Á þeim stóð að geðheilsa Kasparovs og Eduard Limonovs leiðtoga Bolsévíka, væri óstöðug og þeir gætu lagt líf annarra farþega í hættu. Dimitri Peskov aðstoðartalsmaður Kremlinstjórnarinnar sagði að engin brögð væru í tafli af hálfu yfirvalda og neitaði að málið myndi hafa áhrif á fundinn. Kasparov líkti ástandinu við ásandið í Simbabwe og Belarus, en löndin eru af vesturlöndum talin þau ólýðræðislegustu í heimi. Angela Merkel kanslari Þýskalands, sem nú fer með formennsku í Evrópusambandinu, lét í ljós áhyggjur vegna frétta af málinu. Erlent Tengdar fréttir Mikil spenna á fundi Rússa og ESB Jose Manuel Barroso forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varaði Rússa í dag við einingu innan sambandsins. Ef vandamál væru við eitt ríki innan þess, væri það vandamál allra aðildarlandanna. Ummælin lét Barroso falla eftir fund milli ESB og Rússa. Hann sagði einnig að sambandið væri byggt á lögmálum um samstöðu. Fjölda mómælenda var meinaður aðgangur að ráðstefnustaðnum. 18. maí 2007 10:45 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Rússneska lögreglan hindraði í morgun mótmælendur og fréttamenn í því að fljúga á fundarstað Evrópusambandsins og Rússa í Samaraborg. Meðal þeirra sem voru stöðvaðir var Garry Kasparov stórmeistari í skák. Vélinni seinkaði um klukkutíma og fór í loftið með einn þriðja fyrirhugaðra farþega, en hvorki mótmælendur né fréttamenn. Mótmælin höfðu verið fyrirhuguð við fundarstaðin á Volgubökkum í borginni Samara sem er í um 1.000 km fjarlægð frá Moskvu. Tveir blaðamenn Wall Street Journal og London Daily Telegraph sem hugðust fljúga til Samara voru einnig stöðvaðir. Miðum þeirra og vegabréfum var haldið af embættismönnum þegar tölvukerfið "kannaðist ekki við þá." Garry Kasparov sagði að starfsmenn flugvallarins hefðu sömuleiðis sagt að flugmiði hans kæmist ekki í gegn í tölvukerfi þeirra. Alexander Adamov yfirmaður flugvllalögreglunnar sagði Reuters að það ætti við um Kasparov og fólkið sem hann ferðaðist með. Kasparov lýsti manninum sem “leikbrúðu” og bætti við að augljóst væri að um væri að ræða skipun “að ofan.” Ungmennahópur á vegum stjórnvalda dreyfði bæklingum á flugvellinum. Á þeim stóð að geðheilsa Kasparovs og Eduard Limonovs leiðtoga Bolsévíka, væri óstöðug og þeir gætu lagt líf annarra farþega í hættu. Dimitri Peskov aðstoðartalsmaður Kremlinstjórnarinnar sagði að engin brögð væru í tafli af hálfu yfirvalda og neitaði að málið myndi hafa áhrif á fundinn. Kasparov líkti ástandinu við ásandið í Simbabwe og Belarus, en löndin eru af vesturlöndum talin þau ólýðræðislegustu í heimi. Angela Merkel kanslari Þýskalands, sem nú fer með formennsku í Evrópusambandinu, lét í ljós áhyggjur vegna frétta af málinu.
Erlent Tengdar fréttir Mikil spenna á fundi Rússa og ESB Jose Manuel Barroso forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varaði Rússa í dag við einingu innan sambandsins. Ef vandamál væru við eitt ríki innan þess, væri það vandamál allra aðildarlandanna. Ummælin lét Barroso falla eftir fund milli ESB og Rússa. Hann sagði einnig að sambandið væri byggt á lögmálum um samstöðu. Fjölda mómælenda var meinaður aðgangur að ráðstefnustaðnum. 18. maí 2007 10:45 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Mikil spenna á fundi Rússa og ESB Jose Manuel Barroso forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varaði Rússa í dag við einingu innan sambandsins. Ef vandamál væru við eitt ríki innan þess, væri það vandamál allra aðildarlandanna. Ummælin lét Barroso falla eftir fund milli ESB og Rússa. Hann sagði einnig að sambandið væri byggt á lögmálum um samstöðu. Fjölda mómælenda var meinaður aðgangur að ráðstefnustaðnum. 18. maí 2007 10:45