25 féllu á Gaza í gær
25 féllu í átökum liðsmanna Hamas og Fatah á Gazaströndinni í gær og hafa því yfir 40 látið lífið í bardögum síðustu sex daga. Mahmoud Abbas forseti Palestínu og Ismael Haniyeh ætluðu að halda neyðarfund um stöðuna í dag en ekki er öruggt að af honum verði.