24 létu lífið og 30 særðust í borginni Peshawar í Pakistan í dag en sprengju hafði verið komið fyrir í andyri hótels. Afganir eru reglulegir gestir á hótelinu og er það einnig nálgæt þekktri mosku á svæðinu. Peshawar er í norðvesturhluta Pakistan en róstursamt hefur verið þar undanfarna mánuði.
„Þetta var ekki sjálfsmorðsárás. Sprengjunni var komið fyrir í hótelinu,“ sagði innanríkisráðherra landsins. Ofbeldi hefur aukist itl muna í borginni undanfarið en hún liggur nálægt landamærunum við Afganistan. Talið er að hægt sé að rekja það til átaka þar. Enn er þó ekki vitað hver stóð að baki sprengingunni.