Kvöldið fyrir kosningar 11. maí 2007 20:38 Allar þessar skoðanakannanir hafa ruglað mann gjörsamlega í ríminu. Sumar eru augljóslega vitlausar og ættu kannski ekki að birtast. Það er merkilegt að lesa leiðara í Blaðinu þar sem sjá má að ritstjórinn trúir ekki einu sinni á skoðanakannanir síns eigin fjölmiðils. En tilfinning mín segir að staðan sé einhvern veginn svona:Sjálfstæðisflokkur 37 prósent Samfylking 27 prósent Vinstri græn 16 prósent Framsóknarflokkurinn 11 prósent Frjálslyndi flokkurinn 6 prósent Íslandshreyfingin 2-3 prósent Verði niðurstaðan á þessa leið er ríkisstjórnin líklega fallin. Ólíklegt er líka að hún myndi halda áfram með eins sætis meirihluta - þá myndi til dæmis Árni Johnsen geta orðið býsna áhrifamikill í stjórnarsamstarfinu. Eins er mjög ólíklegt að kaffibandalagsstjórn taki við ef meirihlutinn verður aðeins einn maður - þá getur til dæmis Jón Magnússon ráðið úrslitum um líf stjórnarinnar. En skoðum möguleikana aðeins nánar. --- --- ---Sjálfstæðisflokkur + Samfylking. Þessi möguleiki virtist býsna líklegur um síðustu helgi. En eftir því sem landið rís hjá Samfylkingunni verður þetta ólíklegra. Ingibjörg Sólrún virðist hafa endurheimt sjálfstraustið og ef hún fer að nálgast kjörfylgi Samfylkingarinnar er víst að hún vill skrá nafn sitt á spjöld sögunnar sem fyrsta konan sem verður forsætisráðherra á Íslandi. Samfylking undir 25 prósenta fylgi hefði verið líkleg til að starfa með Sjálfstæðisflokki. Ef fylgið er nálægt 30 prósentum verður það ólíklegra. Samt er ljóst að innan Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eru margir sem hafa áhuga á þessu stjórnarmynstri. Og þetta er draumastjórn Hreins Loftssonar og Jóhannesar í Bónus - og kannski viðskiptalífsins líka? Meirihluti svona stjórnar yrði mikill, eiginlega óþægilega mikill, kannski 65 prósent. Það er óvenjulegt í lýðræðisríkjum að svona stórir flokkar starfi saman. --- --- ---Sjálfstæðisflokkur + Vinstri græn. Þetta er ríkisstjórnin sem Styrmi Gunnarsson hefur dreymt um. Möguleikinn er samt langsóttur. Ein kenningin er sú að flokkarnir myndu draga fram það versta hvor í öðrum, þetta yrði stjórn algjörrar kyrrstöðu. Málefnalega eiga flokkarnir litla samleið. Það yrði líka mikil vinna fyrir Steingrím að selja flokki sínum þá hugmynd að þetta sé góður kostur. Í svona stjórn yrðu yfirburðir Sjálfstæðisflokksins ansi miklir enda munurinn á kjörfylginu hátt í þrefaldur. --- --- ---Sjálfstæðisflokkur + Framsókn + Frjálslyndi flokkurinn. Þarna myndi Frjálslyndi flokkurinn einfaldlega hlaupa undir bagga með ríkisstjórninni gegn því að fá eins og tvö ráðuneyti. Sjálfstæðismenn hafa þó ekki mikinn áhuga á þessu, þeir eru yfirleitt ekki spenntir fyrir þriggja flokka stjórn, og einn áhrifamaðurinn í flokknum hrópaði þegar ég nefndi þennan möguleika við hann: "Að vinna með Jóni Magnússyni!? Nei, aldrei!!!" Jóni þætti hins vegar ábyggilega gaman að geta komið sínum gamla flokki til bjargar. Það yrði gott fyrir egóið. Því má heldur ekki gleyma að hann og fleiri úr Frjálslynda flokknum eru í rauninni hægri menn sem eiga meiri samleið með Sjálfstæðisflokknum en nokkurn tíma Vinstri grænum. --- --- ---Samfylking + Vinstri græn + Frjálslyndi flokkurinn. Þetta er kaffibandalagsmunstrið. Það hefur komið fram í skoðanakönnunum að kjósendur er alls ekki spenntir fyrir þessum kosti. Líklega skýrist það aðallega af óvinsældum Frjálslyndra flokksins meðal vinstra fólks. Annars vísa ég í ofansagt - kaffibandalagið er óhugsandi nema að meirihluti þessara flokka sé að minnsta kosti tveir menn. --- --- ---Samfylking + Vinstri græn + Framsóknarflokkurinn. Ef stjórnin fellur er þetta eini möguleiki Framsóknar til að komast í stjórn. Samfylkingin telur ekki að sé sérstökum vandræðum bundið að starfa með Framsókn - hún er pragmatískur og mátulega tækifærissinnaður flokkur. Vandræðin eru milli Framsóknar og Vinstri grænna sem þjást af gagnkvæmu óþoli á háu stigi. Svo miklu að kosningabarátta þessara flokka snýst aðallega um hvor annan. Samfylkingarmenn munu telja þetta traustari kost en kaffibandalagið. Framsókn kann að vera í ríkisstjórn, hleypur ekki burt út af stórum málum né smáum. Maddaman gæti líka verið visst mótvægi við Vinstri græn. Og í svona stjórn myndi Ingibjörg Sólrún vera forsætisráðherra. --- --- --- Það er greinilegt að margir gamlir kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru að snúa aftur. Fólk sem gat ekki hugsað sér að kjósa Davíð í síðustu kosningum. Þetta heyri ég í fólki út um allan bæ. Meira að segja Jóhannes í Bónus kýs Sjálfstæðisflokkinn núna - ætli Jón Ásgeir geri það líka? Ég er viss um að háttsettur maður í bankaheiminum sem sagði mér að hann hefði kosið Framsókn síðast treystir sér núna til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Hefur auglýsing Jóhannesar frá því í morgun einhver áhrif? Varla. Kannski strika nokkur hundruð manns Björn út. Hugsanlega líka kjósendur annarra flokka sem þannig gera kjörseðla sína ógilda. Hins vegar verður að segjast eins og er að það er gjörsamlega fráleit hugmynd að ætla að gera Jón H. Snorrason að ríkissaksóknara. Hef hitt nokkra Sjálfstæðismenn í dag sem eru frekar fúlir út í Björn fyrir það hvernig hann hefur haldið á þessu máli. Er hann að skemma fyrir okkur, spyrja þeir? Í þessum hópi var meira að segja fólk úr aðdáendaklúbbi Björns sem var orðið nokkuð ráðvillt yfir þessu. --- --- --- Merkilegur viðsnúningur hefur orðið hjá Samfylkingunni. Fyrir svona eins og mánuði síðan kepptust allir við að tala illa um Ingibjörgu Sólrúnu. Það var jafnvel talið að hún myndi hætta fljótlega eftir mikinn kosningaósigur. Með einhverjum hætti hefur Samfylkingin náð vopnum sínum. Kosningabarátta hennar hefur verið býsna markviss og árangursrík - það er ekki verið að flækja málin um of eins og flokknum hefur oft hætt til að gera. Sólrún virðist glaðari og ánægðari með lífið. Maður heyrir að fólk sem var að gefa Samfylkinguna og formann hennar upp á bátinn er að snúa aftur. Almenningsálitið hefur verið að snúast. Að sama skapi minnkar fylgi Vinstri grænna. Kosningabarátta þeirra hefur ekki verið góð. Kannski hafa þeir einfaldlega ekki nægan mannafla til að geta rekið almennilega baráttu. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í Hafnarfirði var í raun mjög slæm fyrir Vinstri græna - en að sama skapi hefur hún reynst heilladrjúg fyrir Samfylkinguna. Þetta sá í rauninni enginn fyrir. Vinstri græn hljóta að skynja miklu meira andstreymi en fyrr í vor. Róðurinn hefur verið að þyngjast mikið. Maður finnur að tónninn í garð Steingríms J. hefur breyst. Fólkið sem talaði illa um Ingibjörgu Sólrúnu hefur verið að snúa sér að honum. Svona er almenningsálitið óstöðugt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Allar þessar skoðanakannanir hafa ruglað mann gjörsamlega í ríminu. Sumar eru augljóslega vitlausar og ættu kannski ekki að birtast. Það er merkilegt að lesa leiðara í Blaðinu þar sem sjá má að ritstjórinn trúir ekki einu sinni á skoðanakannanir síns eigin fjölmiðils. En tilfinning mín segir að staðan sé einhvern veginn svona:Sjálfstæðisflokkur 37 prósent Samfylking 27 prósent Vinstri græn 16 prósent Framsóknarflokkurinn 11 prósent Frjálslyndi flokkurinn 6 prósent Íslandshreyfingin 2-3 prósent Verði niðurstaðan á þessa leið er ríkisstjórnin líklega fallin. Ólíklegt er líka að hún myndi halda áfram með eins sætis meirihluta - þá myndi til dæmis Árni Johnsen geta orðið býsna áhrifamikill í stjórnarsamstarfinu. Eins er mjög ólíklegt að kaffibandalagsstjórn taki við ef meirihlutinn verður aðeins einn maður - þá getur til dæmis Jón Magnússon ráðið úrslitum um líf stjórnarinnar. En skoðum möguleikana aðeins nánar. --- --- ---Sjálfstæðisflokkur + Samfylking. Þessi möguleiki virtist býsna líklegur um síðustu helgi. En eftir því sem landið rís hjá Samfylkingunni verður þetta ólíklegra. Ingibjörg Sólrún virðist hafa endurheimt sjálfstraustið og ef hún fer að nálgast kjörfylgi Samfylkingarinnar er víst að hún vill skrá nafn sitt á spjöld sögunnar sem fyrsta konan sem verður forsætisráðherra á Íslandi. Samfylking undir 25 prósenta fylgi hefði verið líkleg til að starfa með Sjálfstæðisflokki. Ef fylgið er nálægt 30 prósentum verður það ólíklegra. Samt er ljóst að innan Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eru margir sem hafa áhuga á þessu stjórnarmynstri. Og þetta er draumastjórn Hreins Loftssonar og Jóhannesar í Bónus - og kannski viðskiptalífsins líka? Meirihluti svona stjórnar yrði mikill, eiginlega óþægilega mikill, kannski 65 prósent. Það er óvenjulegt í lýðræðisríkjum að svona stórir flokkar starfi saman. --- --- ---Sjálfstæðisflokkur + Vinstri græn. Þetta er ríkisstjórnin sem Styrmi Gunnarsson hefur dreymt um. Möguleikinn er samt langsóttur. Ein kenningin er sú að flokkarnir myndu draga fram það versta hvor í öðrum, þetta yrði stjórn algjörrar kyrrstöðu. Málefnalega eiga flokkarnir litla samleið. Það yrði líka mikil vinna fyrir Steingrím að selja flokki sínum þá hugmynd að þetta sé góður kostur. Í svona stjórn yrðu yfirburðir Sjálfstæðisflokksins ansi miklir enda munurinn á kjörfylginu hátt í þrefaldur. --- --- ---Sjálfstæðisflokkur + Framsókn + Frjálslyndi flokkurinn. Þarna myndi Frjálslyndi flokkurinn einfaldlega hlaupa undir bagga með ríkisstjórninni gegn því að fá eins og tvö ráðuneyti. Sjálfstæðismenn hafa þó ekki mikinn áhuga á þessu, þeir eru yfirleitt ekki spenntir fyrir þriggja flokka stjórn, og einn áhrifamaðurinn í flokknum hrópaði þegar ég nefndi þennan möguleika við hann: "Að vinna með Jóni Magnússyni!? Nei, aldrei!!!" Jóni þætti hins vegar ábyggilega gaman að geta komið sínum gamla flokki til bjargar. Það yrði gott fyrir egóið. Því má heldur ekki gleyma að hann og fleiri úr Frjálslynda flokknum eru í rauninni hægri menn sem eiga meiri samleið með Sjálfstæðisflokknum en nokkurn tíma Vinstri grænum. --- --- ---Samfylking + Vinstri græn + Frjálslyndi flokkurinn. Þetta er kaffibandalagsmunstrið. Það hefur komið fram í skoðanakönnunum að kjósendur er alls ekki spenntir fyrir þessum kosti. Líklega skýrist það aðallega af óvinsældum Frjálslyndra flokksins meðal vinstra fólks. Annars vísa ég í ofansagt - kaffibandalagið er óhugsandi nema að meirihluti þessara flokka sé að minnsta kosti tveir menn. --- --- ---Samfylking + Vinstri græn + Framsóknarflokkurinn. Ef stjórnin fellur er þetta eini möguleiki Framsóknar til að komast í stjórn. Samfylkingin telur ekki að sé sérstökum vandræðum bundið að starfa með Framsókn - hún er pragmatískur og mátulega tækifærissinnaður flokkur. Vandræðin eru milli Framsóknar og Vinstri grænna sem þjást af gagnkvæmu óþoli á háu stigi. Svo miklu að kosningabarátta þessara flokka snýst aðallega um hvor annan. Samfylkingarmenn munu telja þetta traustari kost en kaffibandalagið. Framsókn kann að vera í ríkisstjórn, hleypur ekki burt út af stórum málum né smáum. Maddaman gæti líka verið visst mótvægi við Vinstri græn. Og í svona stjórn myndi Ingibjörg Sólrún vera forsætisráðherra. --- --- --- Það er greinilegt að margir gamlir kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru að snúa aftur. Fólk sem gat ekki hugsað sér að kjósa Davíð í síðustu kosningum. Þetta heyri ég í fólki út um allan bæ. Meira að segja Jóhannes í Bónus kýs Sjálfstæðisflokkinn núna - ætli Jón Ásgeir geri það líka? Ég er viss um að háttsettur maður í bankaheiminum sem sagði mér að hann hefði kosið Framsókn síðast treystir sér núna til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Hefur auglýsing Jóhannesar frá því í morgun einhver áhrif? Varla. Kannski strika nokkur hundruð manns Björn út. Hugsanlega líka kjósendur annarra flokka sem þannig gera kjörseðla sína ógilda. Hins vegar verður að segjast eins og er að það er gjörsamlega fráleit hugmynd að ætla að gera Jón H. Snorrason að ríkissaksóknara. Hef hitt nokkra Sjálfstæðismenn í dag sem eru frekar fúlir út í Björn fyrir það hvernig hann hefur haldið á þessu máli. Er hann að skemma fyrir okkur, spyrja þeir? Í þessum hópi var meira að segja fólk úr aðdáendaklúbbi Björns sem var orðið nokkuð ráðvillt yfir þessu. --- --- --- Merkilegur viðsnúningur hefur orðið hjá Samfylkingunni. Fyrir svona eins og mánuði síðan kepptust allir við að tala illa um Ingibjörgu Sólrúnu. Það var jafnvel talið að hún myndi hætta fljótlega eftir mikinn kosningaósigur. Með einhverjum hætti hefur Samfylkingin náð vopnum sínum. Kosningabarátta hennar hefur verið býsna markviss og árangursrík - það er ekki verið að flækja málin um of eins og flokknum hefur oft hætt til að gera. Sólrún virðist glaðari og ánægðari með lífið. Maður heyrir að fólk sem var að gefa Samfylkinguna og formann hennar upp á bátinn er að snúa aftur. Almenningsálitið hefur verið að snúast. Að sama skapi minnkar fylgi Vinstri grænna. Kosningabarátta þeirra hefur ekki verið góð. Kannski hafa þeir einfaldlega ekki nægan mannafla til að geta rekið almennilega baráttu. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í Hafnarfirði var í raun mjög slæm fyrir Vinstri græna - en að sama skapi hefur hún reynst heilladrjúg fyrir Samfylkinguna. Þetta sá í rauninni enginn fyrir. Vinstri græn hljóta að skynja miklu meira andstreymi en fyrr í vor. Róðurinn hefur verið að þyngjast mikið. Maður finnur að tónninn í garð Steingríms J. hefur breyst. Fólkið sem talaði illa um Ingibjörgu Sólrúnu hefur verið að snúa sér að honum. Svona er almenningsálitið óstöðugt.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun