Portúgalska lögreglan hefur þrjár manneskjur grunaðar um að vera valdar að hvarfi Madeleine McCann í Portúgal fyrir viku síðan. Samkvæmt fréttastofu Sky er lögreglan að kanna aðild tveggja manna og konu, sem sáust með telpu sem svipar til Madeleine, að málinu. Engar frekari upplýsingar hafa verið gefnar að svo stöddu en lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar klukkan hálf fimm í dag.
