Innlent

Íslendingar að huga að sínum vörnum sjálfir

Björn Þorláksson skrifar
MYND/Vísir

Íslendingar þurfa nú í auknum mæli að huga að sínum vörnum sjálfir. Þetta segir Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra.

Íbúar á Akureyri áttu þess kost í gærkvöld að spyrja alla oddvita listanna í Norðausturkjördæmi spurninga á borgarafundi í Sjallanum. Þátturinn var sýndur í beinni útsendingu hjá Sjónvarpi Norðurands - Enn fjórum. Sigurður E. Sigurðsson, yfiræknir gjörgæsludeildar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, notaði tækifærið í fyrirspurnatímanum og spurði flokkana út í björgunarþyrlu staðsetta utan höfuðborgarsvæðisins.

Allir oddvitar stjórnmálahreyfinganna í kjördæminu töldu mikilvægt að fá björgunarþyrlu sem fyrst. Þegar kom að utanríkisráðherra, Valgerði Sverrisdóttur, sagði hún sérstaklega mikilvægt að fá þyrlu norður vegna þeirrar stöðu sem komin væri upp í varnarmálum. Íslendingar hafi nú sjálfir auknu hlutverki að gegna í vörnum eigin lands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×