Portúgalska lögreglan hefur sett vegatálma í kringum smábæ í Portúgal, skammt þaðan sem hinni þriggja ára gömlu Madelene var rænt í síðustu viku. Portúgalska sjónvarpið segir að lögreglan hafi fengið vísbendingar um að þar sé maður sem hafi með sér barn sem líkist bresku telpunni.
Portúgalska lögreglan setur upp vegatálma vegna Maddýar
