Tvær sjálfsmorðssprengingar urðu að minnsta kosti 20 manns að bana og særðu yfir 40 nálægt borginni Ramadi í Írak í dag. Fyrri árásin átti sér stað á markaði og sú seinni í nánd við varðstöð lögreglu.
Borgin Ramadi er í Al-Anbar héraði sem bandamenn hafa nýverið að nota sem dæmi um hversu gott ástandið er í Írak. Bandalag ættbálkahöfðingja á svæðinu hafa undanfarna mánuði verið að vinna með Bandaríkjamönnum og ofbeldi hefur snarminnkað á svæðinu síðastliðna mánuði.
Í síðasta mánuði lofaði David Petraeus, herfshöfðingi Bandaríkjanna í Írak, ættbálkahöfðingjana og sagði að hlutverk þeirra í að stilla til friðar í héraðinu hefði verið gríðarlega mikilvægt.
Yfir 20 létu lífið í Ramadi í Írak í dag
