Risi í álheiminum gangi kaup í gegn Guðjón Helgason skrifar 7. maí 2007 19:11 Risi yrði til í álheiminum ef yfirtökutilboð Alcoa í álfélagið Alcan verður samþykkt. Tilboðið hljóðar upp á jafnvirði rúmlega tvö þúsund milljarða íslenskra króna. Nærri níu hundruð manns starfa nú hjá fyrirtækjunum tveimur hér á landi. Rætt hefur verið um samstarf eða samruna fyrirtækjanna síðustu tvö ár en ekkert gengið í þeim viðræðum. Það var því sem Alcoa tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði ákveðið að gera yfirtökutilboð í Alcan. Búist er við að það verði lagt á borðið á morgun. Tilboðið hljóðar upp á 33 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 2.100 milljarða íslenskra króna. Í fréttatilkynningu segir að greitt verði fyrir með reiðufé og hlutabréfum í Alcan. Tilboðið er 20% yfir lokagengi bréfa í Alcan á föstudaginn. Fulltrúar Alcan segja að stjórn fyrirtækisins fari yfir tilboðið og hvöttu hluthafa til að halda að sér höndum þangað til þeirri athugun verði lokið. Verðmæti bréfa í Alcan hækkaði um 33% þegar fréttir af þessu bárust. Áður höfðu bréf í félaginu hækkað um 15% á síðustu tólf mánuðum. Verð á bréfum í Alcoa hækkaði um 6.3% í dag og hefur ekki verið hærra síðan í mars 2004. Fram kemur á fréttavef Bloomberg í dag að eftirspurn eftir málmum hafi aukist á síðustu 12 mánuðum og nærri 500 samningar tengdir fyrirtækjum á þessu sviði því gerði á þeim tíma. Alain Belda, framkvæmdastjóri Alcoa, segir fyrirtækið nú ætla að einbeita sér að álframleiðslu sem skili mestum hagnaði. Jaðarrekstur verði seldur. Alcoa-menn telja að með kaupum á Alcan spari þeir einn milljarð bandaríkjadal á þremur árum. Alcoa var stærsti álframleiðandi í heimi þar til í mars þegar Rusal í Rússlandi sameinaðist OAO Sual Group og álhluta Glencore í Sviss. Alcoa, með Alcan innaborðs, framleiðir um 7.8 milljón tonn af áli á ári og selja ál fyrir jafnvirði tæplega 3.500 milljarða íslenskra króna. Bæði fyrirtækin eru með starfsemi á Íslandi. Alcan í Straumsvík og Alcoa í Reyðarfirði. Hjá Alcoa eru þrjú hundruð áttatíu og þrjú stöðugildi hér og hjá Alcan fjögurhundruð og sjötíu starfsmenn. Kevin G. Lowery, upplýsingafulltrúi Alcan í Bandaríkjunum, á ekki von á að kaupin hafi áhrif á rekstur fyrirtækjanna hér á landi. Markmiðið sé að stækka en ekki minnka. Erlent Fréttir Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Sjá meira
Risi yrði til í álheiminum ef yfirtökutilboð Alcoa í álfélagið Alcan verður samþykkt. Tilboðið hljóðar upp á jafnvirði rúmlega tvö þúsund milljarða íslenskra króna. Nærri níu hundruð manns starfa nú hjá fyrirtækjunum tveimur hér á landi. Rætt hefur verið um samstarf eða samruna fyrirtækjanna síðustu tvö ár en ekkert gengið í þeim viðræðum. Það var því sem Alcoa tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði ákveðið að gera yfirtökutilboð í Alcan. Búist er við að það verði lagt á borðið á morgun. Tilboðið hljóðar upp á 33 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 2.100 milljarða íslenskra króna. Í fréttatilkynningu segir að greitt verði fyrir með reiðufé og hlutabréfum í Alcan. Tilboðið er 20% yfir lokagengi bréfa í Alcan á föstudaginn. Fulltrúar Alcan segja að stjórn fyrirtækisins fari yfir tilboðið og hvöttu hluthafa til að halda að sér höndum þangað til þeirri athugun verði lokið. Verðmæti bréfa í Alcan hækkaði um 33% þegar fréttir af þessu bárust. Áður höfðu bréf í félaginu hækkað um 15% á síðustu tólf mánuðum. Verð á bréfum í Alcoa hækkaði um 6.3% í dag og hefur ekki verið hærra síðan í mars 2004. Fram kemur á fréttavef Bloomberg í dag að eftirspurn eftir málmum hafi aukist á síðustu 12 mánuðum og nærri 500 samningar tengdir fyrirtækjum á þessu sviði því gerði á þeim tíma. Alain Belda, framkvæmdastjóri Alcoa, segir fyrirtækið nú ætla að einbeita sér að álframleiðslu sem skili mestum hagnaði. Jaðarrekstur verði seldur. Alcoa-menn telja að með kaupum á Alcan spari þeir einn milljarð bandaríkjadal á þremur árum. Alcoa var stærsti álframleiðandi í heimi þar til í mars þegar Rusal í Rússlandi sameinaðist OAO Sual Group og álhluta Glencore í Sviss. Alcoa, með Alcan innaborðs, framleiðir um 7.8 milljón tonn af áli á ári og selja ál fyrir jafnvirði tæplega 3.500 milljarða íslenskra króna. Bæði fyrirtækin eru með starfsemi á Íslandi. Alcan í Straumsvík og Alcoa í Reyðarfirði. Hjá Alcoa eru þrjú hundruð áttatíu og þrjú stöðugildi hér og hjá Alcan fjögurhundruð og sjötíu starfsmenn. Kevin G. Lowery, upplýsingafulltrúi Alcan í Bandaríkjunum, á ekki von á að kaupin hafi áhrif á rekstur fyrirtækjanna hér á landi. Markmiðið sé að stækka en ekki minnka.
Erlent Fréttir Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent