Óttast meira mannfall Guðjón Helgason skrifar 2. maí 2007 19:00 Bush Bandaríkjaforseti óttast að mannfall verði áfram mikið í Írak og segir bandaríska hermenn ekki á heimleið á næstunni. Hann hvetur Íraka til að sameinast í að uppræta ofbeldi í landinu og biður um stuðning Bandaríkjamanna við herliðið í Írak. Það var 1. maí fyrir fjórum árum sem Bush Bandaríkjaforseti lenti vígreifur á herskipinu Abraham Lincoln og lýsti því yfir að verkefninu í Írak væri lokið. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hefðu sigrað í Írak. Í dag, rétt rúmum fjórum árum síðar, er enn barist í Írak og Bandaríkjaforseti biður um meiri pening fyrir fjölmennara herlið í Írak. Hann beitti þó neitunarvaldi sínu í gær á frumvarp um fjárveitingu því við það hafði verið bætt ákvæði um heimkvaðningu hermanna á næstu mánuðum. Bush sagði það ekki gáfulegt að segja andstæðingunum hvenær brotthvarf ætti að hefjast. Það eina sem hryðjuverkamennirnir þyrftu að gera væri að merkja við dagatalið sitt, safna kröftum og byrja að undirbúa áætlun sína um að steypa stjórnvöldum í Írak og ná völdum í landinu. Demókratar á Bandaríkjaþingi segja forsetann fara með þessu gegn vilja þjóðarinnar. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að hún hafi vonast til þess að forsetinn færi með öðrum hætti með frumvarp beggja flokka sem meirihluti almennings í Bandaríkjunum styddi. Þess í stað hefði forsetinn beitt neitunarvaldi án þess að hugsa sig um. Bush ætlar að funda með fulltrúum demókrata næstu daga til að finna lausn á málinu. Ólíklegt er þó talið að hann vilji semja. Hann segir að mannfall verði áfram mikið í Írak og vill að Bandaríkjamenn styðji betur við bakið á hermönnunum þar. Hann segir enga auðvelda lausn á málinu. Hana vildi fólk finna en yrði ekki að ósk sinni. Hann telur rangt að velja auðveldu leiðina út. Brotthvarf myndi gagnast um stund en bjóða upp á vanda til lengri tíma. Erlent Fréttir Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Sjá meira
Bush Bandaríkjaforseti óttast að mannfall verði áfram mikið í Írak og segir bandaríska hermenn ekki á heimleið á næstunni. Hann hvetur Íraka til að sameinast í að uppræta ofbeldi í landinu og biður um stuðning Bandaríkjamanna við herliðið í Írak. Það var 1. maí fyrir fjórum árum sem Bush Bandaríkjaforseti lenti vígreifur á herskipinu Abraham Lincoln og lýsti því yfir að verkefninu í Írak væri lokið. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hefðu sigrað í Írak. Í dag, rétt rúmum fjórum árum síðar, er enn barist í Írak og Bandaríkjaforseti biður um meiri pening fyrir fjölmennara herlið í Írak. Hann beitti þó neitunarvaldi sínu í gær á frumvarp um fjárveitingu því við það hafði verið bætt ákvæði um heimkvaðningu hermanna á næstu mánuðum. Bush sagði það ekki gáfulegt að segja andstæðingunum hvenær brotthvarf ætti að hefjast. Það eina sem hryðjuverkamennirnir þyrftu að gera væri að merkja við dagatalið sitt, safna kröftum og byrja að undirbúa áætlun sína um að steypa stjórnvöldum í Írak og ná völdum í landinu. Demókratar á Bandaríkjaþingi segja forsetann fara með þessu gegn vilja þjóðarinnar. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að hún hafi vonast til þess að forsetinn færi með öðrum hætti með frumvarp beggja flokka sem meirihluti almennings í Bandaríkjunum styddi. Þess í stað hefði forsetinn beitt neitunarvaldi án þess að hugsa sig um. Bush ætlar að funda með fulltrúum demókrata næstu daga til að finna lausn á málinu. Ólíklegt er þó talið að hann vilji semja. Hann segir að mannfall verði áfram mikið í Írak og vill að Bandaríkjamenn styðji betur við bakið á hermönnunum þar. Hann segir enga auðvelda lausn á málinu. Hana vildi fólk finna en yrði ekki að ósk sinni. Hann telur rangt að velja auðveldu leiðina út. Brotthvarf myndi gagnast um stund en bjóða upp á vanda til lengri tíma.
Erlent Fréttir Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Sjá meira