Herskip mögulega við landið til lengri tíma Bryndís Hólm skrifar 30. apríl 2007 18:54 Yfirmaður norska hersins segir afar mikilvægt að herinn geti stundað æfingar á Íslandi eins og nýtt varnarsamkomulag landanna geri ráð fyrir. Hann segir að til greina komi að hafa herskip við landið til lengri tíma. Formaður varnarmálanefndar norska Stórþingsins segir varnasamstarf við Ísland fela í sér mikla möguleika en gagnrýnir norsk stjórnvöld fyrir að hafi teygt fulllangt í samningum við Ísland. Sverre Diesen, yfirmaður norska hersins, er ánægður með samninginn sem náðst hefur um varnarsamstarf Íslendinga og Norðmanna á friðartímum. Hann segir ljóst að Ísland sé aðili að NATO og Norðmenn líti svo á að það sé mikilvægt að getað stundað æfingar á öllum þeim svæðum sem heyri undir NATO. Hann er spenntur fyrir þeim möguleika að æfa á þessum svæðum, fyrir norska herinn sé það áhugaverður möguleiki og spennandi áskorun. Diesen segir að rætt hafi veirð um að nota herþotur og flugvélar til að byrja með, sem geti komið til Íslands og tekið þátt í æfingum í grennd við Ísland, þar sem útgangspunkurinn yrði Keflavík, ásamt vélum frá öðrum NATO-ríkjum. Það kæmi líka til greina að hafa herskip, sem yrðu til staðar á svæðinu, en það velti á því um hvers konar heræfingar yrði að ræða. Jan Pettersen, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs og formaður varnarmálanefndar norska Stórþingsins, segir jákvætt að efla samstarf þjóðanna. Hvað varðar þá umræðu um að Íslendingar geti komið betur til móts við Norðmenn í umdeildum málum nú þegar samstarf verði nánara segir hann að flókin ágreiningsmál verði leyst á sinn hátt, þau falli ekki undir samninginn um varnarsamstarf landanna. Að hans mati hafi Noregur komið mikið til móts við Ísland, sérstaklega í tengslum við síldarsamningana. Pettersen hefði ekki gengið svo langt eins og norska ríkisstjórnin hafi gert í þeim efnum. Hann telji Norðmenn eiga rétt á stærri hlut en þeir hafi samþykkt. Viðtölin við Diesen og Pettersen er hægt að sjá í fullri lengd hér að neðan. Þau eru ótextuð en hægt er að sjá þýðinguna á þeim í meðfylgjandi skjölum sem má einnig finna hér að neðan. Erlent Fréttir Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Yfirmaður norska hersins segir afar mikilvægt að herinn geti stundað æfingar á Íslandi eins og nýtt varnarsamkomulag landanna geri ráð fyrir. Hann segir að til greina komi að hafa herskip við landið til lengri tíma. Formaður varnarmálanefndar norska Stórþingsins segir varnasamstarf við Ísland fela í sér mikla möguleika en gagnrýnir norsk stjórnvöld fyrir að hafi teygt fulllangt í samningum við Ísland. Sverre Diesen, yfirmaður norska hersins, er ánægður með samninginn sem náðst hefur um varnarsamstarf Íslendinga og Norðmanna á friðartímum. Hann segir ljóst að Ísland sé aðili að NATO og Norðmenn líti svo á að það sé mikilvægt að getað stundað æfingar á öllum þeim svæðum sem heyri undir NATO. Hann er spenntur fyrir þeim möguleika að æfa á þessum svæðum, fyrir norska herinn sé það áhugaverður möguleiki og spennandi áskorun. Diesen segir að rætt hafi veirð um að nota herþotur og flugvélar til að byrja með, sem geti komið til Íslands og tekið þátt í æfingum í grennd við Ísland, þar sem útgangspunkurinn yrði Keflavík, ásamt vélum frá öðrum NATO-ríkjum. Það kæmi líka til greina að hafa herskip, sem yrðu til staðar á svæðinu, en það velti á því um hvers konar heræfingar yrði að ræða. Jan Pettersen, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs og formaður varnarmálanefndar norska Stórþingsins, segir jákvætt að efla samstarf þjóðanna. Hvað varðar þá umræðu um að Íslendingar geti komið betur til móts við Norðmenn í umdeildum málum nú þegar samstarf verði nánara segir hann að flókin ágreiningsmál verði leyst á sinn hátt, þau falli ekki undir samninginn um varnarsamstarf landanna. Að hans mati hafi Noregur komið mikið til móts við Ísland, sérstaklega í tengslum við síldarsamningana. Pettersen hefði ekki gengið svo langt eins og norska ríkisstjórnin hafi gert í þeim efnum. Hann telji Norðmenn eiga rétt á stærri hlut en þeir hafi samþykkt. Viðtölin við Diesen og Pettersen er hægt að sjá í fullri lengd hér að neðan. Þau eru ótextuð en hægt er að sjá þýðinguna á þeim í meðfylgjandi skjölum sem má einnig finna hér að neðan.
Erlent Fréttir Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira