Óttast heittrúaðan forseta Guðjón Helgason skrifar 29. apríl 2007 18:45 Mörg hundruð þúsund Tyrkir tóku komu saman í miðborg Istanbúls í dag til að sýna stuðning við veraldlega stjórnarhætti í landinu. Margir Tyrkir óttast að heittrúaður múslimi verði valinn forseti og vilja allt gera til að koma í veg fyrir það. Fjölmenni var í miðborg Istanbúl í dag. Vildu þeir sem þar voru komnir leggja áherslu á mikilvægi þess að stjórnmálum yrði haldið frá trúarbrögðum og trúmálum. Forsetinn er sameiningartákn tyrknesku þjóðarinnar en að mestu valdalítill. Hann getur þó neitað að samþykkja lög og vísað þeim til þjóðarinnar. Hann skipar dómara og ýmsa háttsetta embættismenn og er æðsti yfirmaður tyrkneska hersins. Þingið velur forseta. Aðeins má gegna embættinu í eitt kjörtímabil sem er sjö ár. Frambjóðandi þarf tvo þriðju atkvæða til að hreppa hnossið en gangi það ekki eftir þegar kosið hefur verið tvisvar þarf aðeins einfaldan meirihluta í þriðju atkvæðagreiðslu. Gangi það ekki eftir þarf að kjósa í fjórða sinn og ef enn fæst ekki niðurstaða þarf að boða til þingkosninga. Hinn umdeildi Abdullah Gul, untanríkisráðherra, er frambjóðandi stjórnarflokks Erdogans forsætisráðherra en flokkurinn höfðar mjög til trúrækina múslima í Tyrklandi. Stjórnmálaskýrendur segja Gul í sterkum tengslum við trú sína og benda á að ef hann verði fyrir valinu verði kona hans fyrsta forsetafrú Tyrklands til að ganga með hefðbundna slæðu múslimakvenna. Gul var nærri því að fá tilskilin fjölda atkvæða á föstudaginn og aftur verður kosið eftir helgi. Stjórnarandstaðan tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni og vill að þegar verði boðað til þingkosninga. Stjórnlagadómstóll er með þá kröfu til meðferðar og tekur afstöðu í vikunni. Forvígismenn atvinnulífsins í Tyrklandi tóku í dag undir kröfu stjórnarandstöðunnar og vilja nýjar kosningar. Óttinn meðal þeirra og annarra Tyrkja er að herinn grípi í taumana til að koma í veg fyrir að veraldlegt stjórnkerfi landsins blandist trúarbrögðum. Erlent Fréttir Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Mörg hundruð þúsund Tyrkir tóku komu saman í miðborg Istanbúls í dag til að sýna stuðning við veraldlega stjórnarhætti í landinu. Margir Tyrkir óttast að heittrúaður múslimi verði valinn forseti og vilja allt gera til að koma í veg fyrir það. Fjölmenni var í miðborg Istanbúl í dag. Vildu þeir sem þar voru komnir leggja áherslu á mikilvægi þess að stjórnmálum yrði haldið frá trúarbrögðum og trúmálum. Forsetinn er sameiningartákn tyrknesku þjóðarinnar en að mestu valdalítill. Hann getur þó neitað að samþykkja lög og vísað þeim til þjóðarinnar. Hann skipar dómara og ýmsa háttsetta embættismenn og er æðsti yfirmaður tyrkneska hersins. Þingið velur forseta. Aðeins má gegna embættinu í eitt kjörtímabil sem er sjö ár. Frambjóðandi þarf tvo þriðju atkvæða til að hreppa hnossið en gangi það ekki eftir þegar kosið hefur verið tvisvar þarf aðeins einfaldan meirihluta í þriðju atkvæðagreiðslu. Gangi það ekki eftir þarf að kjósa í fjórða sinn og ef enn fæst ekki niðurstaða þarf að boða til þingkosninga. Hinn umdeildi Abdullah Gul, untanríkisráðherra, er frambjóðandi stjórnarflokks Erdogans forsætisráðherra en flokkurinn höfðar mjög til trúrækina múslima í Tyrklandi. Stjórnmálaskýrendur segja Gul í sterkum tengslum við trú sína og benda á að ef hann verði fyrir valinu verði kona hans fyrsta forsetafrú Tyrklands til að ganga með hefðbundna slæðu múslimakvenna. Gul var nærri því að fá tilskilin fjölda atkvæða á föstudaginn og aftur verður kosið eftir helgi. Stjórnarandstaðan tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni og vill að þegar verði boðað til þingkosninga. Stjórnlagadómstóll er með þá kröfu til meðferðar og tekur afstöðu í vikunni. Forvígismenn atvinnulífsins í Tyrklandi tóku í dag undir kröfu stjórnarandstöðunnar og vilja nýjar kosningar. Óttinn meðal þeirra og annarra Tyrkja er að herinn grípi í taumana til að koma í veg fyrir að veraldlegt stjórnkerfi landsins blandist trúarbrögðum.
Erlent Fréttir Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira