Uppreisnarmenn úr hópi Tamíl tígra gerðu í nótt loftárásir á eldsneytisgeymslu og -vinnslustöð í og við Colombo, höfuðborg Sri Lanka. Engar fregnir hafa borist af mannfalli í árásunum. Tígrarnir segja þetta gert vegna árás stjórnarhersins á stöðvar uppreisnarmanna fyrir helgi.
Skömmu eftir loftárásirnar varpaði herinn sprengjum á svæði tígranna. Þetta er í annað sinna á nokkrum vikum sem Tamíl tígrarnir gera loftárás. Þeir nota til þess léttar flugvélar og eru þessar árásir þær fyrstu sinnar tegundar sem tígrarnir gera.