Endurreisn Lækjartorgs, sígaunar í Reykjavík, sjálfsmynd Akureyrar 26. apríl 2007 20:00 Atli Heimir Sveinsson birtir frábæra grein í Morgunblaðinu í morgun. Atli hvetur til þess að fenginn verði einhver af bestu arkitektum í heimi til að byggja þarna hús. Atli skrifar:"Ég legg til að fenginn verði frábær, heimsþekktur arkitekt erlendis frá, til að hanna hús á brunarústunum. Í hugann koma nöfn eins og Gehry, Foster, Kolhaas, Piano, Mayer, Larsen og Ando o.fl. Húsið gæti kallast á við tónlistarhöllina væntanlegu. Arkitektinum yrði alið að teikna hús, miðpunkt höfuðborgarinnar, sem allur umheimurinn myndi dást að og afkomendur okkar vera stoltir af um ókomna tíma. Við höfum góða reynslu af toppmönnum í húsagerðarlist. Norræna húsið etir Alvar Aalto er gott dæmi. Nú er tími og tækifæri til að hugsa stórt!" --- --- --- Eftir því sem maður hugsar það betur virkar hún fáránlegri þessi hugmynd að endurreisa kumbaldana við hið dapurlega Lækjartorg. Þessi hús voru aldeilis hræðileg. Ein ríkasta þjóð hlýtur að geta leyft sér eitthvað metnaðarfyllra en að byggja þarna fornminjar sem enginn hafði hvort sem er sýnt áhuga í marga áratugi. Götumyndin þarna er ekkert til að varðveita, hún var tætingsleg og ljót. Þarna þarf líka að vera almennileg starfsemi. Ekki handprjónabúð eða enn eitt kaffihúsið. Manni dettur til dæmis í hug myndarlegt bíó, jafnvel aðstaða fyrir kvikmyndasafnið - eitthvað sem tryggir líf allan daginn, ekki bara á kvöldin um helgar. Lífið þarf að smitast út á allt Lækjartorg sem þarf að hugsa alveg upp á nýtt. Atli talar um að fá erlenda arkitekta til að gera þetta. Það held sé alveg rétt að hleypa ekki Íslendingum nálægt því. --- --- ---- Einhver stærsti atburður ársins varð annars í bænum í dag. Þegar ég var að alast upp sætti tíðindum ef sást útlendingur á götum Reykjavíkur, hvað þá fólk af öðrum kynþætti. En nú bar svo við að hópur sígauna var kominn til landsins, konurnar í hinum litskrúðugu klæðum þessa þjóðflokks, karlarnir að spila á harmonikkur og sníkja fé. Er ekki nokkuð víst að þetta er í fyrsta skipti að sígaunar koma til Íslands? Ætli þeir hafi erindi sem erfiði - það er kalt hérna, langt og dýrt að komast og verðlagið óskaplegt? Og hvernig skyldi þeim hafa dottið í hug að koma hingað? Gæti verið að þetta sé einhvers konar innlegg í kosningabaráttuna? --- --- --- Einu sinni voru á Akureyri fáein verksmiðjuhús á vegum Sambandsins. Í daglegu máli innfæddra kölluðust þau Litla Hong Kong. Nokkrir bræður á Akureyri ráku bílaleigu og voru dálítið flottir á því. Þeir voru kallaðir Kennedy bræðurnir. Svo opnaði Listagilið með alls kyns menningarstarfsemi. Þá horfði ég að sjónvarpsmann og listaspíru á Akureyri velta því fyrir sér í sjónvarpsþætti hvort Akureyri kynni að vera París norðursins. Þetta rifjaðist upp núna um daginn þegar ég sá í sjónvarpinu viðtal við ferðamálafrömuð að norðan sem var lýsa því hversu mikið væri um að vera á Akureyri og margt í boði fyrir ferðamenn. Svo klykkti hann út með þessum orðum: "Já, við keppum helst við London og Kaupmannahöfn." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Atli Heimir Sveinsson birtir frábæra grein í Morgunblaðinu í morgun. Atli hvetur til þess að fenginn verði einhver af bestu arkitektum í heimi til að byggja þarna hús. Atli skrifar:"Ég legg til að fenginn verði frábær, heimsþekktur arkitekt erlendis frá, til að hanna hús á brunarústunum. Í hugann koma nöfn eins og Gehry, Foster, Kolhaas, Piano, Mayer, Larsen og Ando o.fl. Húsið gæti kallast á við tónlistarhöllina væntanlegu. Arkitektinum yrði alið að teikna hús, miðpunkt höfuðborgarinnar, sem allur umheimurinn myndi dást að og afkomendur okkar vera stoltir af um ókomna tíma. Við höfum góða reynslu af toppmönnum í húsagerðarlist. Norræna húsið etir Alvar Aalto er gott dæmi. Nú er tími og tækifæri til að hugsa stórt!" --- --- --- Eftir því sem maður hugsar það betur virkar hún fáránlegri þessi hugmynd að endurreisa kumbaldana við hið dapurlega Lækjartorg. Þessi hús voru aldeilis hræðileg. Ein ríkasta þjóð hlýtur að geta leyft sér eitthvað metnaðarfyllra en að byggja þarna fornminjar sem enginn hafði hvort sem er sýnt áhuga í marga áratugi. Götumyndin þarna er ekkert til að varðveita, hún var tætingsleg og ljót. Þarna þarf líka að vera almennileg starfsemi. Ekki handprjónabúð eða enn eitt kaffihúsið. Manni dettur til dæmis í hug myndarlegt bíó, jafnvel aðstaða fyrir kvikmyndasafnið - eitthvað sem tryggir líf allan daginn, ekki bara á kvöldin um helgar. Lífið þarf að smitast út á allt Lækjartorg sem þarf að hugsa alveg upp á nýtt. Atli talar um að fá erlenda arkitekta til að gera þetta. Það held sé alveg rétt að hleypa ekki Íslendingum nálægt því. --- --- ---- Einhver stærsti atburður ársins varð annars í bænum í dag. Þegar ég var að alast upp sætti tíðindum ef sást útlendingur á götum Reykjavíkur, hvað þá fólk af öðrum kynþætti. En nú bar svo við að hópur sígauna var kominn til landsins, konurnar í hinum litskrúðugu klæðum þessa þjóðflokks, karlarnir að spila á harmonikkur og sníkja fé. Er ekki nokkuð víst að þetta er í fyrsta skipti að sígaunar koma til Íslands? Ætli þeir hafi erindi sem erfiði - það er kalt hérna, langt og dýrt að komast og verðlagið óskaplegt? Og hvernig skyldi þeim hafa dottið í hug að koma hingað? Gæti verið að þetta sé einhvers konar innlegg í kosningabaráttuna? --- --- --- Einu sinni voru á Akureyri fáein verksmiðjuhús á vegum Sambandsins. Í daglegu máli innfæddra kölluðust þau Litla Hong Kong. Nokkrir bræður á Akureyri ráku bílaleigu og voru dálítið flottir á því. Þeir voru kallaðir Kennedy bræðurnir. Svo opnaði Listagilið með alls kyns menningarstarfsemi. Þá horfði ég að sjónvarpsmann og listaspíru á Akureyri velta því fyrir sér í sjónvarpsþætti hvort Akureyri kynni að vera París norðursins. Þetta rifjaðist upp núna um daginn þegar ég sá í sjónvarpinu viðtal við ferðamálafrömuð að norðan sem var lýsa því hversu mikið væri um að vera á Akureyri og margt í boði fyrir ferðamenn. Svo klykkti hann út með þessum orðum: "Já, við keppum helst við London og Kaupmannahöfn."
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun