Átti marga aðdáendur og fjendur 23. apríl 2007 19:45 Boris Jelstín, fyrrverandi Rússlandsforseti, lést í dag, 76 ára að aldri. Ekkert hefur verið gefið formlega út um banamein hans en líklegast talið að hjarta Jeltsíns hafi gefið sig. Óhætt er að segja að hann hafi átt sér bæði ótalda aðdáendur og fjendur enda litríkur maður sem þótti oft á tímum sýna einræðistilburði. Jeltsín varð fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Rússlands eftir hrun Sovétríkjanna. Hann tók við í desember 1991 eftir að Mikhail Gorbachev sagði af sér. Ágúst sama ár höfðu harðlínumenn reynt að steypa Gorbachev af stóli og binda enda á umbætur hans. Þá vann Jeltsín það sér til frægðar að klifra upp á skriðdreka í miðri Moskvu og þruma þar yfir samankomnum. Pólitískur ferill Jeltsíns var brokkgengur eftir hrun kommúnismans. Efnahagslegar umbætur hans þóttu margar skelfilegar og efnahagur Rússlands hrundi. Það ríkti einskonar villta-vesturs ástand. Litlir hópar útvalinna auðguðust gríðarlega, en almenningur bjó við vesöld. Allt sitt valdatímabil átti Jeltsín í harðri baráttu við þjóðernissinna sem vildu hverfa aftur til kommúnismans. Þeir reyndu að gera uppreisn og árið 1993 víggirtu þeir sig í þinghúsinu og reyndu að yfirtaka ríkissjónvarpið. Jelstín skipaði hernum að ráðast á þinghúsið og skriðdrekar létu skothríðina dynja á því þartil uppreisnarmenn gáfust upp. Jeltsín kallaði aftur til skriðdreka árið 1994 þegar herinn réðist inn í Tsjetseníu. Þar mistókst hinsvegar að fá andstæðingana til þess að gefast upp. Rússneski herinn lagði Grozny, höfuðborg Téténíu, í rúst, borgina sem átti að bjarga úr klóm téténskra aðskilnaðarsinna. Engu að síður tókst Jeltsín að sitja út tvö kjörtímabil þó heilsuveill væri og gefinn fyrir sopann. Í lok árs 1999 seldi hann völdin í hendurnar á Vladimír Pútín, þáverandi yfirmanns rússnesku leyniþjónustunnar, sem Jeltsín hafði sjálfur valið sem eftirmann sinn. Síðustu árin var Jeltsín heilsuveill og hafði sig lítt í frammi. Viktor Tatarintsev, sendiherra Rússa á Íslandi, segir Jeltsín hafa verið merkan mann í sögu Rússlands. Hann hafi verið merkur stjórnmálamaður og allir Rússar muni eftir honum sem manninum sem tryggði friðsamleg skipti frá kommunisma til markaðshagkerfis í Rússlandi. Hann hafi gert merka hluti og verði minnst sem stjórnmálamenns sem hafi leikið mikilvægt hlutverk á merkum tíma í sögunni. Minningarbók um Boris Jeltsín mun liggja frammi í bústað sendiherra Rússlands á Íslandi við Túngötu 9 síðar í vikunni. Þar geta þeir sem vilja vottað forsetanum fyrrverandi virðingu sína skráð nafn sitt í bókina. Erlent Fréttir Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Boris Jelstín, fyrrverandi Rússlandsforseti, lést í dag, 76 ára að aldri. Ekkert hefur verið gefið formlega út um banamein hans en líklegast talið að hjarta Jeltsíns hafi gefið sig. Óhætt er að segja að hann hafi átt sér bæði ótalda aðdáendur og fjendur enda litríkur maður sem þótti oft á tímum sýna einræðistilburði. Jeltsín varð fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Rússlands eftir hrun Sovétríkjanna. Hann tók við í desember 1991 eftir að Mikhail Gorbachev sagði af sér. Ágúst sama ár höfðu harðlínumenn reynt að steypa Gorbachev af stóli og binda enda á umbætur hans. Þá vann Jeltsín það sér til frægðar að klifra upp á skriðdreka í miðri Moskvu og þruma þar yfir samankomnum. Pólitískur ferill Jeltsíns var brokkgengur eftir hrun kommúnismans. Efnahagslegar umbætur hans þóttu margar skelfilegar og efnahagur Rússlands hrundi. Það ríkti einskonar villta-vesturs ástand. Litlir hópar útvalinna auðguðust gríðarlega, en almenningur bjó við vesöld. Allt sitt valdatímabil átti Jeltsín í harðri baráttu við þjóðernissinna sem vildu hverfa aftur til kommúnismans. Þeir reyndu að gera uppreisn og árið 1993 víggirtu þeir sig í þinghúsinu og reyndu að yfirtaka ríkissjónvarpið. Jelstín skipaði hernum að ráðast á þinghúsið og skriðdrekar létu skothríðina dynja á því þartil uppreisnarmenn gáfust upp. Jeltsín kallaði aftur til skriðdreka árið 1994 þegar herinn réðist inn í Tsjetseníu. Þar mistókst hinsvegar að fá andstæðingana til þess að gefast upp. Rússneski herinn lagði Grozny, höfuðborg Téténíu, í rúst, borgina sem átti að bjarga úr klóm téténskra aðskilnaðarsinna. Engu að síður tókst Jeltsín að sitja út tvö kjörtímabil þó heilsuveill væri og gefinn fyrir sopann. Í lok árs 1999 seldi hann völdin í hendurnar á Vladimír Pútín, þáverandi yfirmanns rússnesku leyniþjónustunnar, sem Jeltsín hafði sjálfur valið sem eftirmann sinn. Síðustu árin var Jeltsín heilsuveill og hafði sig lítt í frammi. Viktor Tatarintsev, sendiherra Rússa á Íslandi, segir Jeltsín hafa verið merkan mann í sögu Rússlands. Hann hafi verið merkur stjórnmálamaður og allir Rússar muni eftir honum sem manninum sem tryggði friðsamleg skipti frá kommunisma til markaðshagkerfis í Rússlandi. Hann hafi gert merka hluti og verði minnst sem stjórnmálamenns sem hafi leikið mikilvægt hlutverk á merkum tíma í sögunni. Minningarbók um Boris Jeltsín mun liggja frammi í bústað sendiherra Rússlands á Íslandi við Túngötu 9 síðar í vikunni. Þar geta þeir sem vilja vottað forsetanum fyrrverandi virðingu sína skráð nafn sitt í bókina.
Erlent Fréttir Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira