Messi eða Maradona? (myndband) 19. apríl 2007 13:56 Leo Messi stimplaði sig inn í sögubækur með marki sínu í gærkvöldi AFP Fátt komst annað að í spænskum fjölmiðlum í dag en draumamarkið sem Leo Messi skoraði fyrir Barcelona á móti Getafe í gærkvöldi. Spænska blaðið Marca sló upp fyrirsögninni "Messidona" og líkti drengnum við landa sinn Maradona. Hér fyrir neðan er hægt að bera saman bestu mörk þeirra Messi og Maradona og þar sést hvað þau eru glettilega keimlík. "Ofurstjarnan Messi" sagði dagblaðið Sport í dag og tók undir yfirlýsingar Marca. Hinn 19 ára gamli Messi skoraði einhvert fallegasta mark sem sést hefur á öldinni í gær þegar hann rak boltann frá eigin vallarhelmingi og potaði honum í markið - með því að leika á hvern varnarmanninn á fætur öðrum. Frank Rijkaard þjálfari Barcelona sagði að markið hefði verið "listaverk". "Diego hefur alltaf veitt mér stuðning og ég vona að honum batni. Allir í Argentínu vona að hann nái sér, því við söknum hans," sagði hinn hógværi Messi þegar hann var spurður út í mark landa síns frá HM 1986. "Ég sá bara smá pláss og tók sprettinn eins og ég geri alltaf. Eto´o var í færi til að fara í þríhyrning, en ég sá varnarmenn alveg við hann svo ég ákvað að reyna að fara sjálfur," sagði Messi um rispu sína. Eini maðurinn sem var ekki í losti eftir sögulega tilburði Messi var Bernd Schuster, þjálfari Getafe. "Ég get ekki horft á þetta mark með augum áhorfandans. Við hefðum átt að stöðva hann áður en hann komst inn í teiginn - jafnvel þó það hefði kostað okkur gult spjald. Við höfum ekki efni á því að vera svona rausnarlegir," sagði Þjóðverjinn fúll. Marki Argentínumannsins hefur eðlilega verið líkt við mark landa hans Diego Maradona gegn Englendingum í fjórðungsúrslitum HM árið 1986, en bent hefur verið á að öllu minna hafi verið í húfi hjá Messi í gærkvöldi. Þó hefur bent á að Messi hafi farið mun hraðar yfir en goðsögnin Maradona. Þess má geta að þó Getafe sé ekki stórlið á heimsvísu, hefur vörn liðsins verið ansi beitt í vetur og því voru það engir viðvaningar sem reyndu án árangurs að stöðva Messi í gær. Þá er bara að bera mörkin tvö saman. Hvort er fallegra? Smelltu hér. Spænski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Sjá meira
Fátt komst annað að í spænskum fjölmiðlum í dag en draumamarkið sem Leo Messi skoraði fyrir Barcelona á móti Getafe í gærkvöldi. Spænska blaðið Marca sló upp fyrirsögninni "Messidona" og líkti drengnum við landa sinn Maradona. Hér fyrir neðan er hægt að bera saman bestu mörk þeirra Messi og Maradona og þar sést hvað þau eru glettilega keimlík. "Ofurstjarnan Messi" sagði dagblaðið Sport í dag og tók undir yfirlýsingar Marca. Hinn 19 ára gamli Messi skoraði einhvert fallegasta mark sem sést hefur á öldinni í gær þegar hann rak boltann frá eigin vallarhelmingi og potaði honum í markið - með því að leika á hvern varnarmanninn á fætur öðrum. Frank Rijkaard þjálfari Barcelona sagði að markið hefði verið "listaverk". "Diego hefur alltaf veitt mér stuðning og ég vona að honum batni. Allir í Argentínu vona að hann nái sér, því við söknum hans," sagði hinn hógværi Messi þegar hann var spurður út í mark landa síns frá HM 1986. "Ég sá bara smá pláss og tók sprettinn eins og ég geri alltaf. Eto´o var í færi til að fara í þríhyrning, en ég sá varnarmenn alveg við hann svo ég ákvað að reyna að fara sjálfur," sagði Messi um rispu sína. Eini maðurinn sem var ekki í losti eftir sögulega tilburði Messi var Bernd Schuster, þjálfari Getafe. "Ég get ekki horft á þetta mark með augum áhorfandans. Við hefðum átt að stöðva hann áður en hann komst inn í teiginn - jafnvel þó það hefði kostað okkur gult spjald. Við höfum ekki efni á því að vera svona rausnarlegir," sagði Þjóðverjinn fúll. Marki Argentínumannsins hefur eðlilega verið líkt við mark landa hans Diego Maradona gegn Englendingum í fjórðungsúrslitum HM árið 1986, en bent hefur verið á að öllu minna hafi verið í húfi hjá Messi í gærkvöldi. Þó hefur bent á að Messi hafi farið mun hraðar yfir en goðsögnin Maradona. Þess má geta að þó Getafe sé ekki stórlið á heimsvísu, hefur vörn liðsins verið ansi beitt í vetur og því voru það engir viðvaningar sem reyndu án árangurs að stöðva Messi í gær. Þá er bara að bera mörkin tvö saman. Hvort er fallegra? Smelltu hér.
Spænski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Sjá meira