Ítalía: Kaflaskiptur leikur hjá Inter og Palermo 15. apríl 2007 23:01 Adriano skoraði jöfnunarmark Inter í dag NordicPhotos/GettyImages Fátt getur komið í veg fyrir að Inter Milan hampi meistaratitlinum á Ítalíu í ár þrátt fyrir að liðið næði aðeins jafntefli gegn Palermo á heimavelli sínum í dag 2-2. Roma styrkti stöðu sína í öðru sætinu með því að bursta Sampdoria 4-0. Leikur Inter og Palermo var ótrúlega kaflaskiptur, því gestirnir slógu þögn á áhorfendur í Mílanó með tveimur mörkum í fyrri hálfleik og hefði forysta liðsins raunar geta verið stærri fyrir hlé. Heimamenn komu hinsvegar eins og öskrandi ljón til síðari hálfleiks og þar lagði Luis Figo upp mörk fyrir þá Julio Cruz og Adriano. Inter forðaði sér því frá fyrsta tapinu á leiktíðinni, en hefur þægilegt 16 stiga forskot á Roma og stefnir á að vinna sinn fyrsta titil með hefðbundnum hætti frá því árið 1989. Roma hristi af sér hrunið á Old Trafford í Meistaradeildinni og burstaði Sampdoria 4-0 þar sem Francesco Totti skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Rómverjar eru því svo gott sem búnir að tryggja sér Meistaradeildarsætið, því grannar þeirra í Lazio náðu aðeins 2-2 jafntefli gegn Ascoli og eru níu stigum á eftir í þriðja sætinu. Milan er í fjórða sætinu eftir auðveldan sigur á Messina á Sikiley þar sem Kaka, Ronaldo og Favalli voru á skotskónum. Ítalski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Sjá meira
Fátt getur komið í veg fyrir að Inter Milan hampi meistaratitlinum á Ítalíu í ár þrátt fyrir að liðið næði aðeins jafntefli gegn Palermo á heimavelli sínum í dag 2-2. Roma styrkti stöðu sína í öðru sætinu með því að bursta Sampdoria 4-0. Leikur Inter og Palermo var ótrúlega kaflaskiptur, því gestirnir slógu þögn á áhorfendur í Mílanó með tveimur mörkum í fyrri hálfleik og hefði forysta liðsins raunar geta verið stærri fyrir hlé. Heimamenn komu hinsvegar eins og öskrandi ljón til síðari hálfleiks og þar lagði Luis Figo upp mörk fyrir þá Julio Cruz og Adriano. Inter forðaði sér því frá fyrsta tapinu á leiktíðinni, en hefur þægilegt 16 stiga forskot á Roma og stefnir á að vinna sinn fyrsta titil með hefðbundnum hætti frá því árið 1989. Roma hristi af sér hrunið á Old Trafford í Meistaradeildinni og burstaði Sampdoria 4-0 þar sem Francesco Totti skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Rómverjar eru því svo gott sem búnir að tryggja sér Meistaradeildarsætið, því grannar þeirra í Lazio náðu aðeins 2-2 jafntefli gegn Ascoli og eru níu stigum á eftir í þriðja sætinu. Milan er í fjórða sætinu eftir auðveldan sigur á Messina á Sikiley þar sem Kaka, Ronaldo og Favalli voru á skotskónum.
Ítalski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Sjá meira