Mona, Helle, Geir og Ingibjörg í Silfrinu 13. apríl 2007 18:57 Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn verða þær Mona Sahlin, formaður sænska jafnaðarmannaflokksins, og Helle Thorning-Schmidt, formaður sósíaldemókrata í Danmörku. Landsfundir Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar standa yfir nú um helgina og þaðan koma í þáttinn formennirnir Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Á vettvangi dagsins situr valinkunnt sómafólk, nefna má Pétur Tyrfingsson, Margréti Sverrisdóttur, Óla Björn Kárason og Björgvin Val Guðmundsson, ritstjóra og höfund Bæjarslúðursins á Stöðvarfirði.Þess má geta að nú í miðjum apríl eru liðin átta ár síðan Silfur Egils fór fyrst í loftið. Ég er löngu búinn að missa tölu á því hvað þættirnir eru orðnir margir... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun
Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn verða þær Mona Sahlin, formaður sænska jafnaðarmannaflokksins, og Helle Thorning-Schmidt, formaður sósíaldemókrata í Danmörku. Landsfundir Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar standa yfir nú um helgina og þaðan koma í þáttinn formennirnir Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Á vettvangi dagsins situr valinkunnt sómafólk, nefna má Pétur Tyrfingsson, Margréti Sverrisdóttur, Óla Björn Kárason og Björgvin Val Guðmundsson, ritstjóra og höfund Bæjarslúðursins á Stöðvarfirði.Þess má geta að nú í miðjum apríl eru liðin átta ár síðan Silfur Egils fór fyrst í loftið. Ég er löngu búinn að missa tölu á því hvað þættirnir eru orðnir margir...