Innlent

Jón Baldvin ekki á lista hjá Íslandshreyfingunni

Jón Baldvin Hannibalsson.
Jón Baldvin Hannibalsson. MYND/Vilhelm

Jón Baldvin Hannibalsson verður ekki á framboðslista hjá Íslandshreyfingunni í kosningunum í vor. Þetta staðhæfði Ómar Ragnarsson formaður flokksins í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Hann sagði sögusagnir um að Jón Baldvin yrði á lista hjá flokknum vera ekkert annað en orðróm sem spratt upp þegar Jón Baldvin var gestur í Silfri Egils í febrúar.

Jón Baldvin gaf þetta sjálfur ekki alfarið frá sér í viðtali við Blaðið fyrr í þessari viku. Ómar staðhæfði hins vegar að þegar listar kæmu fram hjá Íslandshreyfingunni um eða eftir helgi mundu sjást þar nokkur nöfn fyrrverandi Sjálfstæðismanna, þar af eitt nokkuð þekkt nafn sem hann vildi þó ekki gefa upp á þessu stigi.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Ómar hérna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×