Ráðist á sjálft þinghúsið 12. apríl 2007 19:06 Átta biðu bana og fjölmargir slösuðust þegar öflug sprengja var sprengd í þinghúsinu í Bagdad í dag. Árásin er reiðarslag fyrir íröksku stjórnina og þau ríki sem hernámu landið því hún er táknræn fyrir hversu ástandið þar er slæmt og hve máttlítil yfirvöld eru í baráttu sinni við uppreisnarmenn. Enn er ekki vitað hvernig sjálfsmorðsárásarmanninum tókst að komast inn á græna svæðið svonefnda þar sem þinghúsið er, en hvergi nokkurs staðar í landinu er öryggisgæsla jafn ströng. Engu að síður gat hann laumað sér inn í mötuneyti í húsinu þar sem fjöldi þingmanna sat að snæðingi og kveikja þar á vítisvél sinni. Að minnsta kosti átta létust í tilræðinu, þar af þrír þingmenn, og á þriðja tug slasaðist. Síðdegis var greint frá því að tvær sprengjur til viðbótar hefðu fundist í þinghúsinu og líklega hefði sá sem þarna var að verki verið lífvörður þingmanns úr hópi súnnía. Tilræðið var hvarvetna fordæmt í dag, meðal annars af bandarískum stjórnvöldum og framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Fyrr um daginn dóu átta þegar vörubíll hlaðinn sprengiefni var sprengdur á fjölfarinni brú í norðurhluta höfuborgarinnar. Brúin rifnaði í sundur og tvö höf hennar steyptust niður í Tígris-fljótið fyrir neðan og með þeim fjölmargir bílar. Árásirnar í dag sýna betur en margt annað hversu slæmt ástandið í landinu er, ekki síst í höfuðborginni. Þar eru nú yfir hundrað þúsund bandarískir og íraskir hermenn og von á þrjátíu þúsund til viðbótar en þeir virðast lítið fá við uppreisnarhópa landsins ráðið. Erlent Fréttir Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Átta biðu bana og fjölmargir slösuðust þegar öflug sprengja var sprengd í þinghúsinu í Bagdad í dag. Árásin er reiðarslag fyrir íröksku stjórnina og þau ríki sem hernámu landið því hún er táknræn fyrir hversu ástandið þar er slæmt og hve máttlítil yfirvöld eru í baráttu sinni við uppreisnarmenn. Enn er ekki vitað hvernig sjálfsmorðsárásarmanninum tókst að komast inn á græna svæðið svonefnda þar sem þinghúsið er, en hvergi nokkurs staðar í landinu er öryggisgæsla jafn ströng. Engu að síður gat hann laumað sér inn í mötuneyti í húsinu þar sem fjöldi þingmanna sat að snæðingi og kveikja þar á vítisvél sinni. Að minnsta kosti átta létust í tilræðinu, þar af þrír þingmenn, og á þriðja tug slasaðist. Síðdegis var greint frá því að tvær sprengjur til viðbótar hefðu fundist í þinghúsinu og líklega hefði sá sem þarna var að verki verið lífvörður þingmanns úr hópi súnnía. Tilræðið var hvarvetna fordæmt í dag, meðal annars af bandarískum stjórnvöldum og framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Fyrr um daginn dóu átta þegar vörubíll hlaðinn sprengiefni var sprengdur á fjölfarinni brú í norðurhluta höfuborgarinnar. Brúin rifnaði í sundur og tvö höf hennar steyptust niður í Tígris-fljótið fyrir neðan og með þeim fjölmargir bílar. Árásirnar í dag sýna betur en margt annað hversu slæmt ástandið í landinu er, ekki síst í höfuðborginni. Þar eru nú yfir hundrað þúsund bandarískir og íraskir hermenn og von á þrjátíu þúsund til viðbótar en þeir virðast lítið fá við uppreisnarhópa landsins ráðið.
Erlent Fréttir Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira