Bandaríkjaher felldi nokkra tugi talibana í loftárás í suðurhluta Afganistan í gær. Árásin var gerð þegar talibanar sátu fyrir stjórnarhernum í Afganistan á leið þeirra frá Kabúl til Kandahar. Enginn liðsmaður hersins féll í loftárásunum. Embættismenn í Afganistan skýrðu frá þessu í morgun.