Endurspeglar pólitíska gjá 4. apríl 2007 19:30 Sú ákvörðun Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, að sækja sýrlenska ráðamenn heim mælist ekki vel fyrir hjá George Bush Bandaríkjaforseta. Deilan sýnir í hnotskurn gjánna sem skilur að repúblikana og demókrata í Bandaríkjunum. Pelosi er valdamesti einstaklingurinn úr stjórnkerfi Bandaríkjanna sem heimsækir Sýrland í rúm tvö ár. Kuldi hefur ríkt í samskiptum ríkjanna frá því að Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, var ráðinn af dögum og eftir að stjórnvöld í Washington tóku að saka Sýrlendinga um að kynda undir ólguna í Írak má segja að þau hafi farið vel niður fyrir frostmark. Því þarf ekki að koma á óvart að repúblikanar séu Pelosi gramir fyrir þetta framtak hennar, sem hún segir raunar gert til að fá Sýrlendinga til að leggja sitt af mörkum til að bæta ástandið í Mið-Austurlöndum. George Bush sagði í gær að með heimsókninni græfi Pelosi undan utanríkisstefnu Bandaríkjanna og léti Assad halda að stjórn hans nyti alþjóðlegrar viðurkenningar þegar hún væri í raun útlagastjórn sem styddi hryðjuverkasamtök um öll Mið-Austurlönd. Pelosi hefur látið þessa gagnrýni sem vind um eyru þjóta. Í morgun fundaði hún með Bashir Assad, Sýrlandsforseta, og fullyrti í kjölfar þess fundar að hann væri reiðubúinn til friðarviðræðna við Ísraela. Ísraelar svöruðu að bragði að slíkar viðræður færu aðeins fram að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Fáir gera sér grillur um að ferðalag Pelosi skili raunverulegum árangri, það endurspeglar mun fremur valdabaráttuna á milli demókrata og repúblikana, nú þegar hálft annað ár er eftir af kjörtímabili George Bush. Erlent Fréttir Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Sú ákvörðun Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, að sækja sýrlenska ráðamenn heim mælist ekki vel fyrir hjá George Bush Bandaríkjaforseta. Deilan sýnir í hnotskurn gjánna sem skilur að repúblikana og demókrata í Bandaríkjunum. Pelosi er valdamesti einstaklingurinn úr stjórnkerfi Bandaríkjanna sem heimsækir Sýrland í rúm tvö ár. Kuldi hefur ríkt í samskiptum ríkjanna frá því að Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, var ráðinn af dögum og eftir að stjórnvöld í Washington tóku að saka Sýrlendinga um að kynda undir ólguna í Írak má segja að þau hafi farið vel niður fyrir frostmark. Því þarf ekki að koma á óvart að repúblikanar séu Pelosi gramir fyrir þetta framtak hennar, sem hún segir raunar gert til að fá Sýrlendinga til að leggja sitt af mörkum til að bæta ástandið í Mið-Austurlöndum. George Bush sagði í gær að með heimsókninni græfi Pelosi undan utanríkisstefnu Bandaríkjanna og léti Assad halda að stjórn hans nyti alþjóðlegrar viðurkenningar þegar hún væri í raun útlagastjórn sem styddi hryðjuverkasamtök um öll Mið-Austurlönd. Pelosi hefur látið þessa gagnrýni sem vind um eyru þjóta. Í morgun fundaði hún með Bashir Assad, Sýrlandsforseta, og fullyrti í kjölfar þess fundar að hann væri reiðubúinn til friðarviðræðna við Ísraela. Ísraelar svöruðu að bragði að slíkar viðræður færu aðeins fram að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Fáir gera sér grillur um að ferðalag Pelosi skili raunverulegum árangri, það endurspeglar mun fremur valdabaráttuna á milli demókrata og repúblikana, nú þegar hálft annað ár er eftir af kjörtímabili George Bush.
Erlent Fréttir Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira