Innlent

Sekt fyrir að hafa ekki staðið skil á opinberum gjöldum og virðisaukaskatti

MYND/GVA

Karlmaður var í Hæstarétti í dag dæmdur til að greiða 8,5 milljónir króna í sekt fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var í nafni einkahlutafélags sem maðurinn kom að og fyrir að hafa ekki staðið skil á opinberum gjöldum sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélagsins.

Eftir uppkvaðningu héraðsdóms í málinu, sem dæmdi manninni í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og sektaði hann um 14,3 milljónir króna, var refsiákvæðum breytt að því er varðar lágmark fésektar og var refsing mannsins ákveðin með tilliti til þessara breyttu reglna. Maðurinn hafði jafnframt greitt upp í skattskuldir fyrir útgáfu ákærunnar. Að því virtu var sekt hans ákveðin 8,5 milljónir króna.

Hins vegar var manninum ekki gerð fangelsisrefsing þar sem brot hans var ekki talið meiri háttar í skilningi almennra hegningarlaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×