Allir sjóliðarnir sagðir hafa játað 2. apríl 2007 12:45 Allir bresku sjóliðarnir sem Íranar hafa í haldi sínu hafa nú viðurkennt að hafa siglt inn í lögsögu ríkisins í óleyfi, að því er þarlendir fjölmiðlar herma. Íranska ríkissjónvarpið birti í gærkvöld og í morgun nýjar myndir af sjóliðunum þar sem þeir játa brot sín. Tíu dagar eru frá því að sjóliðarnir fimmtán voru teknir fastir í Shatt al-Arab ósnum vegna meintra landhelgisbrota og enn heldur deilan áfram að flækjast. Í gærkvöld birti íranska ríkissjónvarpið myndir af tveimur þeirra þar sem þeir viðurkenndu að hafa verið í siglingu í íranskri lögsögu og bentu á kort því til staðfestingar. Í morgun greindu svo þarlendir fjölmiðlar frá því að allir sjóliðarnir fimmtán hefðu játað landhelgisbrotin. Myndbandsupptökur væru til af játningunum en af tillitssemi við bresku ríkisstjórnina yrðu þær ekki sýndar í sjónvarpi. Engu að síður birtust nýjar myndir af sjóliðunum nú skömmu fyrir fréttir, þó án hljóðs. Deila ríkjanna er á viðkvæmu stigi enda hafa skeytin gengið á milli ríkjanna á víxl. Ahmadinejad Íransforseti sakaði Breta um eigingirni og hroka um helgina á meðan Bush Bandaríkjaforseti sagði framkomu Írana í garð "gíslanna" - eins og hann kallaði sjóliðana - óafsakanlega. Ljós í myrkrinu eru þó ummæli Des Browne varnarmálaráðherra Bretlands í gær um að ríkin tvö ættu í beinum viðræðum um lausn málsins. Erlent Fréttir Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Allir bresku sjóliðarnir sem Íranar hafa í haldi sínu hafa nú viðurkennt að hafa siglt inn í lögsögu ríkisins í óleyfi, að því er þarlendir fjölmiðlar herma. Íranska ríkissjónvarpið birti í gærkvöld og í morgun nýjar myndir af sjóliðunum þar sem þeir játa brot sín. Tíu dagar eru frá því að sjóliðarnir fimmtán voru teknir fastir í Shatt al-Arab ósnum vegna meintra landhelgisbrota og enn heldur deilan áfram að flækjast. Í gærkvöld birti íranska ríkissjónvarpið myndir af tveimur þeirra þar sem þeir viðurkenndu að hafa verið í siglingu í íranskri lögsögu og bentu á kort því til staðfestingar. Í morgun greindu svo þarlendir fjölmiðlar frá því að allir sjóliðarnir fimmtán hefðu játað landhelgisbrotin. Myndbandsupptökur væru til af játningunum en af tillitssemi við bresku ríkisstjórnina yrðu þær ekki sýndar í sjónvarpi. Engu að síður birtust nýjar myndir af sjóliðunum nú skömmu fyrir fréttir, þó án hljóðs. Deila ríkjanna er á viðkvæmu stigi enda hafa skeytin gengið á milli ríkjanna á víxl. Ahmadinejad Íransforseti sakaði Breta um eigingirni og hroka um helgina á meðan Bush Bandaríkjaforseti sagði framkomu Írana í garð "gíslanna" - eins og hann kallaði sjóliðana - óafsakanlega. Ljós í myrkrinu eru þó ummæli Des Browne varnarmálaráðherra Bretlands í gær um að ríkin tvö ættu í beinum viðræðum um lausn málsins.
Erlent Fréttir Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira