Bretar hafni stjórnarskrá ESB 29. mars 2007 18:45 Bretar taka ekki upp evruna og hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins nái íhaldsmenn völdum í næstu kosningum. Þetta segir William Hague, fyrrverandi leiðtogi breska Íhaldsflokksins og núverandi talsmaður hans í utanríkismálum. Hann er vongóður um sigur flokks síns í næstu kosningum. William Hague kom til landsins í gær og síðdegis átti hann fund með Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, í Þjóðmenningarhúsinu. Síðan snæddi hann kvöldverð með Geir H. Haarde, forsætisráðherra. Sem talsmaður Íhaldsmanna í utanríkismálum verður Hague utanríkisráðherra Breta vinni flokkur hans sigur í næstu kosningum eftir tvö eða þrjú ár. Af þeirri ástæðu heimsækir hann nú þau ríki sem Bretar eiga í mestum samskiptum við, þar á meðal Ísland. Hague segir kannanir gefa Íhaldsmönnum tilefni til meiri bjartsýni fyrir næstu kosningarnar eftir tvö til þrjú ár. David Cameron, nýr leiðtogi flokksins, hafi byrjað vel. Liðið í kringum hann sé gott og flokkurinn með forystu í flestum könnunum. Því eigi Íhaldsmenn góða möguleika í næstu kosningum. Margt sé þó óunnið. Hague segir mikið keppnisskap í breskum stjórnmálamönnum. Næst geti hvor stóru flokkanna sem er unnið en það sé ólíkt síðustu þremur kosningum þar sem legið hafi nokkurn vegin fyrir að Verkamannaflokkurinn fengi meirihluta á þingi. Hague segir að í utanríkismálum leggi flokkurinn áherslu á að styrkja samskiptin við Bandaríkjamenn, en þó þannig að Bretar verði þeim ekki undirgefnir. Mikilvægt verði einnig að bæta samskipti við múslimaríki, til dæmis við Persaflóa og í Norður-Afríku. Einnig þurfi að gera endurbætur á ýmsum alþjóðastofnunum, þar á meðal öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þegar kemur að Evrópumálum hafa Íhaldsmenn ákveðnar skoðanir. Hague segir það skoðun Íhalsmanna að ESB eigi að einbeita sér að því að þróa raunverulegan sameigilegan markað, tryggja frjáls viðskipti önnur Evrópulönd og lönd utan álfunnar. Taka eigi á loftslagsmálum og fátækt í heiminum. Ekki eigi að stefna að því að gera ESB að miðstýrði pólitískri einingu. Ekki eigi að samþykkja stjórnarskrá ESB og ekki eigi að taka upp Evruna. Hague vildi ekki tjá sig um það hvort hann teldi rétt fyrir Íslendinga að sækja um aðild að sambandinu. Það væri þjóðarinnar að ákveða. Hann sagði þó breska Íhaldsmenn hlynnta stækkun ESB. Erlent Fréttir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Bretar taka ekki upp evruna og hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins nái íhaldsmenn völdum í næstu kosningum. Þetta segir William Hague, fyrrverandi leiðtogi breska Íhaldsflokksins og núverandi talsmaður hans í utanríkismálum. Hann er vongóður um sigur flokks síns í næstu kosningum. William Hague kom til landsins í gær og síðdegis átti hann fund með Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, í Þjóðmenningarhúsinu. Síðan snæddi hann kvöldverð með Geir H. Haarde, forsætisráðherra. Sem talsmaður Íhaldsmanna í utanríkismálum verður Hague utanríkisráðherra Breta vinni flokkur hans sigur í næstu kosningum eftir tvö eða þrjú ár. Af þeirri ástæðu heimsækir hann nú þau ríki sem Bretar eiga í mestum samskiptum við, þar á meðal Ísland. Hague segir kannanir gefa Íhaldsmönnum tilefni til meiri bjartsýni fyrir næstu kosningarnar eftir tvö til þrjú ár. David Cameron, nýr leiðtogi flokksins, hafi byrjað vel. Liðið í kringum hann sé gott og flokkurinn með forystu í flestum könnunum. Því eigi Íhaldsmenn góða möguleika í næstu kosningum. Margt sé þó óunnið. Hague segir mikið keppnisskap í breskum stjórnmálamönnum. Næst geti hvor stóru flokkanna sem er unnið en það sé ólíkt síðustu þremur kosningum þar sem legið hafi nokkurn vegin fyrir að Verkamannaflokkurinn fengi meirihluta á þingi. Hague segir að í utanríkismálum leggi flokkurinn áherslu á að styrkja samskiptin við Bandaríkjamenn, en þó þannig að Bretar verði þeim ekki undirgefnir. Mikilvægt verði einnig að bæta samskipti við múslimaríki, til dæmis við Persaflóa og í Norður-Afríku. Einnig þurfi að gera endurbætur á ýmsum alþjóðastofnunum, þar á meðal öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þegar kemur að Evrópumálum hafa Íhaldsmenn ákveðnar skoðanir. Hague segir það skoðun Íhalsmanna að ESB eigi að einbeita sér að því að þróa raunverulegan sameigilegan markað, tryggja frjáls viðskipti önnur Evrópulönd og lönd utan álfunnar. Taka eigi á loftslagsmálum og fátækt í heiminum. Ekki eigi að stefna að því að gera ESB að miðstýrði pólitískri einingu. Ekki eigi að samþykkja stjórnarskrá ESB og ekki eigi að taka upp Evruna. Hague vildi ekki tjá sig um það hvort hann teldi rétt fyrir Íslendinga að sækja um aðild að sambandinu. Það væri þjóðarinnar að ákveða. Hann sagði þó breska Íhaldsmenn hlynnta stækkun ESB.
Erlent Fréttir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira