Bíó og sjónvarp

Borat á DVD

Hadda Hreiðarsdóttir skrifar
Húmor Sacha Baron Cohen virðist ekki vera að skila sér til íslenskra neytenda.
Húmor Sacha Baron Cohen virðist ekki vera að skila sér til íslenskra neytenda.

Senu hafa borist allmörg símtöl síðustu daga vegna útgáfu Borat á DVD. Þannig vill til að Borat DVD diskurinn, þ.e. límiðinn á disknum sjálfum gefur til kynna að diskurinn sé "kópering" eða skrifaður í tölvu. Starfsmenn Senu vilja endilega leiðrétta þennan misskilning en málið er að þetta var skilyrði frá Sacha Baron Cohen (sem leikur Borat) að diskurinn skyldi framleiddur með þessum merkimiða, þetta var einfaldlega gert í gríni sem virðist ekki vera að skila sér til allra neytanda.

Í tilkynningu frá Senu segir að allir Borat DVD diskar, sem keyptir eru í verslun hér á landi og eru með Senu lógóinu á hulstrinu, eru í bestu gæðum og eru framleiddir af fyrirtækinu Cinram í þýskalandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×