Loftárás bætir við fleiri óvissuþáttum 26. mars 2007 12:45 Þrír týndu lífi og 16 særðust í loftárás Tamíl-tígra á herflugvöll nærri Colombo, höfuðborg Srí Lanka, í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn sem tígrarnir gera loftárás og segir upplýsingafulltrúi norræna vopnahléseftirlitsins þetta bæta við fleiri óvissuþáttum í landinu. Tvær litlar flugvélar voru notaðar í árásinni og vörpuðu þær tveimur sprengjum á stæði þar sem flugvélar og herþyrlur eru geymdar. Alþjóðaflugvellinum í Colombo, sem stendur við herflugvöllinn, var lokað tímabundið eftir árásina, en hann varð þó ekki fyrir skemmdum. Skelfing greip um sig á flugvellinum þegar sprengingarnar heyrðust og var flugum bæði til og frá honum aflýst og vegum í nágrenninu lokað. Engir óbreyttir borgarar týndu lífi eða særðust í árásinni en þrír á herflugvellinum féllu. Þorfinnur Ómarsson, upplýsingafulltrúi norræna vopnahléseftirlitsins á Srí Lanka, segir atburði gærdagsins vissulega bæta við óvissuþáttum. Það hafi verið vita hvernig flugflota stjórnarherinn hefði yfir að ráða og hann væri mun fullkomnari en þær vélar sem tígrarnir notuðu í gær. Ekki hafi verið vitað fyrr en í gær hverju þeir hefðu yfir að ráða. Þorfinnur segir stjórnvöld á Srí Lanka hafa fordæmt aðgerðir tígranna í gær og haldið því fram að þeir hafi ekki alþjóðleg leyfi til að nota þessa flugvélar. Í yfirlýsingu frá tígrunum segir að stjórnarherinn megi búast við álíka árásum í nánni framtíð.Tígrar réðust áður á flugvöllinn árið 2001, þá fórust 18 og þeim tókst að þurrka út um helming flugflota stjórnarhersins. Mikið hefur verið um átök í landinu en vopnahlé hefur þó verið í gildi þar síðan í febrúar 2002. Þrátt fyrir það hafa rúmlega 4.000 manns týnt lífi í átökum síðustu 15 mánuði. Erlent Fréttir Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sjá meira
Þrír týndu lífi og 16 særðust í loftárás Tamíl-tígra á herflugvöll nærri Colombo, höfuðborg Srí Lanka, í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn sem tígrarnir gera loftárás og segir upplýsingafulltrúi norræna vopnahléseftirlitsins þetta bæta við fleiri óvissuþáttum í landinu. Tvær litlar flugvélar voru notaðar í árásinni og vörpuðu þær tveimur sprengjum á stæði þar sem flugvélar og herþyrlur eru geymdar. Alþjóðaflugvellinum í Colombo, sem stendur við herflugvöllinn, var lokað tímabundið eftir árásina, en hann varð þó ekki fyrir skemmdum. Skelfing greip um sig á flugvellinum þegar sprengingarnar heyrðust og var flugum bæði til og frá honum aflýst og vegum í nágrenninu lokað. Engir óbreyttir borgarar týndu lífi eða særðust í árásinni en þrír á herflugvellinum féllu. Þorfinnur Ómarsson, upplýsingafulltrúi norræna vopnahléseftirlitsins á Srí Lanka, segir atburði gærdagsins vissulega bæta við óvissuþáttum. Það hafi verið vita hvernig flugflota stjórnarherinn hefði yfir að ráða og hann væri mun fullkomnari en þær vélar sem tígrarnir notuðu í gær. Ekki hafi verið vitað fyrr en í gær hverju þeir hefðu yfir að ráða. Þorfinnur segir stjórnvöld á Srí Lanka hafa fordæmt aðgerðir tígranna í gær og haldið því fram að þeir hafi ekki alþjóðleg leyfi til að nota þessa flugvélar. Í yfirlýsingu frá tígrunum segir að stjórnarherinn megi búast við álíka árásum í nánni framtíð.Tígrar réðust áður á flugvöllinn árið 2001, þá fórust 18 og þeim tókst að þurrka út um helming flugflota stjórnarhersins. Mikið hefur verið um átök í landinu en vopnahlé hefur þó verið í gildi þar síðan í febrúar 2002. Þrátt fyrir það hafa rúmlega 4.000 manns týnt lífi í átökum síðustu 15 mánuði.
Erlent Fréttir Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sjá meira