Raikkonen á að fá að drekka að vild 25. mars 2007 18:30 Kimi Raikkonen er finnskur töffari. MYND/Getty Eddie Jordan, ein af helstu goðsögnu formúlu 1, hefur beðið forráðamenn Ferrari um að hafa ekki áhyggjur af óhóflegri drykkju finnska ökumannsins Kimi Raikkonen, en sá er sagður vera mikið fyrir að fara út á lífið og fá í tána. Jordan segir að á meðan Raikkonen haldi áfram að aka eins og hann hefur verið að gera geti drykkjan ekki annað en verið að gera honum gott. "Það er alþekkt staðreynd að Finnar eru mikið fyrir sopann og Kimi er einfaldlega að gera það sem hann hefur alist upp við. Finnar geta innbyrt óheyrilegt magn af alkahóli og þeir hugsa sérstaklega hlýtt til v okda. Ef Kimi langar að drekka það á milli æfinga og keppna þá finnst mér það alveg sjálfsagt," segir Jordan. "Hann er 27 ára gamall. Börnin mín eru á svipuðum aldri og ég veit hvað skemmtilegt kvöld á djamminu þýðir fyrir þau. Af hverju ekki að leyfa þeim það?," bætti Jordan við. "Svo framarlega sem hann er ekki undir áhrifum á æfingum finnst mér að hann megi detta í það að vild." Talið er að drykkjulæti hafi verið stór ástæða þess að forráðamenn McLaren hafi ekki lagt sig meira fram við að halda Raikkonen í sínum röðum og ákveðið að sleppa honum til Ferrari á þessu tímabili. Raikkonen vann öruggan sigur í fyrsta kappakstri ársins í Ástralíu um síðustu helgi. Formúla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Eddie Jordan, ein af helstu goðsögnu formúlu 1, hefur beðið forráðamenn Ferrari um að hafa ekki áhyggjur af óhóflegri drykkju finnska ökumannsins Kimi Raikkonen, en sá er sagður vera mikið fyrir að fara út á lífið og fá í tána. Jordan segir að á meðan Raikkonen haldi áfram að aka eins og hann hefur verið að gera geti drykkjan ekki annað en verið að gera honum gott. "Það er alþekkt staðreynd að Finnar eru mikið fyrir sopann og Kimi er einfaldlega að gera það sem hann hefur alist upp við. Finnar geta innbyrt óheyrilegt magn af alkahóli og þeir hugsa sérstaklega hlýtt til v okda. Ef Kimi langar að drekka það á milli æfinga og keppna þá finnst mér það alveg sjálfsagt," segir Jordan. "Hann er 27 ára gamall. Börnin mín eru á svipuðum aldri og ég veit hvað skemmtilegt kvöld á djamminu þýðir fyrir þau. Af hverju ekki að leyfa þeim það?," bætti Jordan við. "Svo framarlega sem hann er ekki undir áhrifum á æfingum finnst mér að hann megi detta í það að vild." Talið er að drykkjulæti hafi verið stór ástæða þess að forráðamenn McLaren hafi ekki lagt sig meira fram við að halda Raikkonen í sínum röðum og ákveðið að sleppa honum til Ferrari á þessu tímabili. Raikkonen vann öruggan sigur í fyrsta kappakstri ársins í Ástralíu um síðustu helgi.
Formúla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira