Lyfti konum og fékk bágt fyrir 19. mars 2007 19:25 Kraftakeppni var aflýst í Íran eftir að norskur keppandi gekk fram af siðgæðislögreglu landsins. Hann lyfti tveimur konum upp, eins og kraftajötna er von og vísa, og hlaut bágt fyrir. Íslenskur keppandi segir að mótið hafi verið blásið af og allir jötnarnir hvattir til að fara úr landi hið fyrsta. Mótið heitir World Strong Man Cup og haldið víða um heim. Fyrsta mót þessa árs átti að halda á Kish-eyju sem tilheyrir Íran. Keppendur komu víða að - þar á meðal frá Norðurlöndunum og Austur-Evrópu. Fyrir Íslands hönd keppti Kristinn Óskar Haraldsson, einnig þekktur sem Boris. Hann segir mótið hafa gengið mis vel fyrir sig og siðgæðisverðir gert ýmsar athugasemdir við hegðan keppenda. Uppúr hafi soðið á föstudaginn þegar mótið hafi tafist vegna bilunar í tækjabúnaði. Þá hafi áhorfendur leitað eftir því að fá myndir af sér með keppendum. Einn þeirra, Arild Haugen frá Noregi, hafi orðið við ósk tveggja íranskra kvenna og um leið lyft þeim upp. Mynd hafi verið tekin af því. Lögregla og eftirlitsmenn hafi sé þetta og konurnar þegar handteknar. Kristinn Óskar segir að Haugen hafi verið gert að skrifa afsökunarbréf þar sem hann tæki fram að hann hafi ekki meint neitt illt með gjörðum sínum. Síðan hafi mótshaldari skilað því til lögreglu en þá verið umsvifalaust settur í steininn. Kristinn Óskar segir að keppendum hafi ekki verið sparkað úr landi en þó gert grein fyrir að æskilegast væri að þeir færu. Það hafi hentað vel því flestir hafi átt flug heim á laugardeginum. Erlent Fréttir Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira
Kraftakeppni var aflýst í Íran eftir að norskur keppandi gekk fram af siðgæðislögreglu landsins. Hann lyfti tveimur konum upp, eins og kraftajötna er von og vísa, og hlaut bágt fyrir. Íslenskur keppandi segir að mótið hafi verið blásið af og allir jötnarnir hvattir til að fara úr landi hið fyrsta. Mótið heitir World Strong Man Cup og haldið víða um heim. Fyrsta mót þessa árs átti að halda á Kish-eyju sem tilheyrir Íran. Keppendur komu víða að - þar á meðal frá Norðurlöndunum og Austur-Evrópu. Fyrir Íslands hönd keppti Kristinn Óskar Haraldsson, einnig þekktur sem Boris. Hann segir mótið hafa gengið mis vel fyrir sig og siðgæðisverðir gert ýmsar athugasemdir við hegðan keppenda. Uppúr hafi soðið á föstudaginn þegar mótið hafi tafist vegna bilunar í tækjabúnaði. Þá hafi áhorfendur leitað eftir því að fá myndir af sér með keppendum. Einn þeirra, Arild Haugen frá Noregi, hafi orðið við ósk tveggja íranskra kvenna og um leið lyft þeim upp. Mynd hafi verið tekin af því. Lögregla og eftirlitsmenn hafi sé þetta og konurnar þegar handteknar. Kristinn Óskar segir að Haugen hafi verið gert að skrifa afsökunarbréf þar sem hann tæki fram að hann hafi ekki meint neitt illt með gjörðum sínum. Síðan hafi mótshaldari skilað því til lögreglu en þá verið umsvifalaust settur í steininn. Kristinn Óskar segir að keppendum hafi ekki verið sparkað úr landi en þó gert grein fyrir að æskilegast væri að þeir færu. Það hafi hentað vel því flestir hafi átt flug heim á laugardeginum.
Erlent Fréttir Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira