Írakar svartsýnir 19. mars 2007 18:30 Írakar eru svartsýnir á framtíðina, samkvæmt nýrri viðhorfskönnun. Flestir óttast að týna lífi í átökum og treysta ekki innrásarliðum. Í nótt eru fjögur ár frá upphafi Íraksstríðsins. Von um bjarta framtíð hefur vikið fyrir svartnætti í huga almennra Íraka. Það var fyrir fjórum árum í nótt sem innrás Bandríkjamanna og bandamanna þeirra í Írak hófst. Saddam Hússein, fyrrverandi forseta var steypt af stóli og landið hernumið. Fyrstu dagana var innrásarliðinu tekið sem frelsandi englum og tæpum tveimur mánuðum eftir innrásina lýsti George Bush, Bandaríkjaforseti því hátíðlega yfir að helstu hernaðaraðgerðum í Írak væri lokið. Það reyndist nokkuð fjarri lagi. Saddam Hússein hefur verið tekinn af lífi en það hefur ekki dregið úr átökum í landinu, sem hafa magnast ef eitthvað er. Trúarbrot gegn trúarbrotum - andspyrnumenn gegn innrásarliði og her og öryggissveitir gagn andspyrnumönnum. Fyrir tveimur árum horfðu flestir Írakar bjartsýnum augum fram á veginn en flestir þeirra eru nú svartsýnir á framtíðina samkvæmt nýrri könnun sem Breska ríkisútvarpið, ABC sjónvarpsstöðin bandaríska, ARD í Þýskalandi, og bandaríska blaðið USA Today létu gera. Aðeins 18% þeirra treysta innrásarliðinu til að stilla til friðar í landinu og tæp 90% Íraka óttast að þeir sjálfir eða einhverjir nákomnir falli í átökum. Súnníar og sjíar deila um framtíð Íraks og eru sammála um ástandið í landinu hafi versnað síðan 2003. Íbúi í Tíkrit, heimabæ Saddams, segir ástandið á valdatíma hans hafa verið gott. Lífskjör góð og efnahagsástand betra. Írakar, súnníar og sjíar, hafi lifað saman í sátt og samlyndi og getað unnið saman.Sjíi í Sadr-borg í Bagdad segir Íraka hafa vonað að ástandið yrði betra. Það hafi hins vegar í raun versnað til muna. Enginn sé óhultur, sprengingar dag hvern, morð framin og átök súnnía og sjía harðni. Hús hans hafi sem dæmi verði sprengt í loft upp og hann misst son sinn. Erlent Fréttir Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira
Írakar eru svartsýnir á framtíðina, samkvæmt nýrri viðhorfskönnun. Flestir óttast að týna lífi í átökum og treysta ekki innrásarliðum. Í nótt eru fjögur ár frá upphafi Íraksstríðsins. Von um bjarta framtíð hefur vikið fyrir svartnætti í huga almennra Íraka. Það var fyrir fjórum árum í nótt sem innrás Bandríkjamanna og bandamanna þeirra í Írak hófst. Saddam Hússein, fyrrverandi forseta var steypt af stóli og landið hernumið. Fyrstu dagana var innrásarliðinu tekið sem frelsandi englum og tæpum tveimur mánuðum eftir innrásina lýsti George Bush, Bandaríkjaforseti því hátíðlega yfir að helstu hernaðaraðgerðum í Írak væri lokið. Það reyndist nokkuð fjarri lagi. Saddam Hússein hefur verið tekinn af lífi en það hefur ekki dregið úr átökum í landinu, sem hafa magnast ef eitthvað er. Trúarbrot gegn trúarbrotum - andspyrnumenn gegn innrásarliði og her og öryggissveitir gagn andspyrnumönnum. Fyrir tveimur árum horfðu flestir Írakar bjartsýnum augum fram á veginn en flestir þeirra eru nú svartsýnir á framtíðina samkvæmt nýrri könnun sem Breska ríkisútvarpið, ABC sjónvarpsstöðin bandaríska, ARD í Þýskalandi, og bandaríska blaðið USA Today létu gera. Aðeins 18% þeirra treysta innrásarliðinu til að stilla til friðar í landinu og tæp 90% Íraka óttast að þeir sjálfir eða einhverjir nákomnir falli í átökum. Súnníar og sjíar deila um framtíð Íraks og eru sammála um ástandið í landinu hafi versnað síðan 2003. Íbúi í Tíkrit, heimabæ Saddams, segir ástandið á valdatíma hans hafa verið gott. Lífskjör góð og efnahagsástand betra. Írakar, súnníar og sjíar, hafi lifað saman í sátt og samlyndi og getað unnið saman.Sjíi í Sadr-borg í Bagdad segir Íraka hafa vonað að ástandið yrði betra. Það hafi hins vegar í raun versnað til muna. Enginn sé óhultur, sprengingar dag hvern, morð framin og átök súnnía og sjía harðni. Hús hans hafi sem dæmi verði sprengt í loft upp og hann misst son sinn.
Erlent Fréttir Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira