Fótbolti

Schalke á toppnum - Bayern tapar enn

NordicPhotos/GettyImages

Schalke styrkti stöðu sína á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag með 1-0 sigri á Stuttgart. Á sama tíma tapaði Bayern 1-0 fyrir Frankfurt á útivelli. Schalke hefur 53 stig eftir 26 leiki en Bremen getur minnkað forskot þeirra í þrjú stig með sigri á Mainz á morgun. Stuttgart er í þriðja sætinu með 46 stig og Bayern er í fjórða með 44 stig.

Schalke hefur verið á toppnum lengst af í vetur og hangir þar enn þrátt fyrir afleitt gengi í síðustu umferðum. Liðið hefur ekki orðið meistari í Þýskalandi í 49 ár.

Bayern er í bullandi vandræðum og er sem stendur ekki í aðstöðu til að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Bayern lá eins og fyrr segir 1-0 gegn Frankfurt í dag þar sem mark frá Christoph Preuss á 12. mínútu tryggði heimamönnum sigurinn.

Bayern og Schalke mætast einmitt á Allianz Arena um næstu helgi og búast má við að þar verði hart barist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×